Réttur


Réttur - 01.03.1941, Síða 50

Réttur - 01.03.1941, Síða 50
margfaldaöist. Menn fór að renna grun í, aö heimur- inn væri ekki allur þar sem hann var séöur, að hann hefði átt sér gjörólíka fortíð og að framundan væri óræö framtíð. Framle'iðsluhættirnir tóku árlegum stakkaskiptum við fund nýrra véla eða endurbætur á eldri gerðum. Allt er breytingum undirorpiö, varö kjörorð tímans og orð eins og „þróun“ og „bylting“ urðu á hvers manns vörum. í stað hins kyrrstæða kom hið „dynamiska” viðhorf. Með breyttum atvinnuháttum gjörbreyttist öll þjóð- félagsbyggingin. í stað aðalsins komu auðborgarar, og í sæti bænda og handiönaðarmanna var skipað verka- lýðsstéttinni. í stað hinnar fornu stéttabaráttu miö- alda kom stéttabarátta nútímans, háö milli auö- manna og öreiga. Það féll í hlutverk tveggja vina og samstarfsmanna að gera hvorttveggja í senn að rannsaka og skilgreina hin „dynamisku" lögmál þjóðfélagsþróunarinnar, skipuleggja verkalýðinn til sóknar og hefja upp bar- áttumerki fyrir honum. Þeir smíðuðu verkalýðnum vopn meö fræðikenningum og fylktu honum til orustu með féiagssamtökum þeim, er þeir gengust fyrir. Þess- ir menn voru Þjóðverjarnir Karl Marx og Friedr'ich Engels. Báðir voru fæddir um þær mundir sem stór- iðjan var að ryðja sér til rúms, og tóku upp baráttuna á unga aldri. Ævi þeirra er svo samofin að hún verð- ur ekki sundurgreind, störf þeirra falla um sama far- veg. Annar þeirra félaga, Karl Marx, er svo almennt kunnur, að ævisögu hans verður sleppt hér, en reynt að rekja ævisögu Engels með nokkrum orðum. Friedrich Engels var fæddur 28. nóvgmber 1820 í Barmen í Rínarlöndum, sem þá voru eins og nú mið- stöð iðnaðarins 1 Þýzkalandi. Faðir hans var auðugur iðjuhöldur, ihaldssamur og trúmaður m'ikill að gömlu lagi. Eru ýmsir af frændum Engels enn bú- 50

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.