Réttur


Réttur - 01.03.1941, Síða 73

Réttur - 01.03.1941, Síða 73
góðra aö, bæöi fólks, sem hefur sagt honum sögur, og nokkurra þeirra, sem skrásett hafa fyrir Rauö- skinnu. Amma hans, Herdís Andrésdóttir, hefur sagt fyrstu sögurnar hér. Kristleifur á Kroppi leggur enn til myndarlegan skerf, sagnaþætti af Vatnsleysuströnd og af feröum vermanna. Allmargt er af vísum í sögn- um Sunnlendinga í þessu hefti. Yfirnáttúrlegir fyrir- burðir eru tíðir. Beztu sögurnar þykja mér af Bjarna formanni í Kotvogi, Ólafi stóra og Stjána bláa, þótt það séu ekki þjóð'sögur. Sitthvað svipaö er að segja um Sagnaþætti og þjóð- sögur Guöna Jónssonar. Ekki nýtur hann sögufólks á borö við Herdísi og Kristleif. En góð er frásögn Guö-t mundar í Múla um mannskaðann á Fjallabaksvegi 1868, og mjög eru magnaðir draugar þeir og kynja- viöburðir, sem faðir og frændur Guðna kunna ágæt skil á. Annars er sannsöglisblærinn ofmikill á fyrir- buröasögunum til þess, aö þær nái blæ og kostum þjóðsagna, og er þaö algengt um nútíöarsögur. Álfa- sögur og útilegumanna eru þarna. En langmerkast- ur er þáttur Guöna af Sigríði í Skarfanesi. Hún var laundóttir Bjarna skálds Thorarensens. Oröstír henn- ar og göfgi sprettur þó ekki af ætterninu, heldur ævl- starfinu og niöjunum, sem lifðu eftir hana. Hún átti 21 barn, og þótt eigi næöu nema 11 þeirra fulloröins aldri sakir heilbrigöisástands, fátæktar og guðlegrar forsjónar þeirrar tíðar, fannst henni í ’elli aö hún ætti rétt á hendur þjóðfélaginu fyrir þau (bls. 47). í neöanmálssögu þýddri úr ensku hefði víst veriö lögð áherzla á aöalsblóð og erföarétt hennar frá Bjama amtmanni, en íslenzk alþýða gerir þaö ekki, sjálf sagöi Sigríður húsfreyja, „aö sér væri sama, hvort hún talaöi viö hund eða höfðingja“ (eflaust dýra- vinur). Enn fleira af sagnaþáttum og þjóðsögum birtist á 73

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.