Réttur


Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 9

Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 9
kaupmáttur þess ætti að vera óbreyttur frá 1967, og er þá beitt hækkun á vísitölu vöru og þjónusm um 62,9% frá september 1967 til maí 1970. I 4. dálki er loks það kaup sem samið var um hinn 19. júní í ár. Fullyrða má að í stórum dráttum hefur kaupið nú sama kaupmátt eða meiri en 1967, einkum þó í lægri töxtunum. I sumum hærri taxtanna hefur ekki náðst fyllilega kaup- mátturinn frá 1967. Með þessu er auðvitað ekki öll sagan sögð, því að yfirvinnukaup hef- ur ekki breytzt eins og dagvinnukaupið, en margir þurfa að fá drjúgan hluta tekna sinna með yfirvinnu. Eins og áður er sagt hefur álagsprósenta fyrir eftirvinnu lækkað úr 50% í 40 og fyrir nætur- og helgidagavinnu úr 91% í 80. Þar af leiðir að kaupmáttur yfir- vinnutaxta er nú 6—7% lægri en 1967 á það kaup, sem hefur óbreyttan kaupmátt á dagvinnutaxta. Að lokum verður þess freistað að draga upp heiidarmat á samningum almennu verka- lýðsfélaganna frá 19. júní, en aðeins í örfá- um orðum. Þrjú eru höfuðeinkenni á niðurstöðum samninganna: I fyrsta lagi tókst að ná kaupmætti launa uppúr þeim öldudal, sem hann hefur verið í allt frá nóvember 1967, og er það rakið hér að framan. Hinu sérstaka láglaunaskeiði í kjölfar síðustu gengisfellinga virðist því lok- ið. I öðru lagi er nú endir bundinn á vísitölu- leikinn frá 1968 og 1969- Verðlagsbætur verða ekki lengur miðaðar við tiltekna grunn- upphæð launa, heldur verða þær hlutfalls- legar á allt kaup. Afram haldast að vísu á- kvæði, sem lengi hafa verið í gildi, um nið- urfellingu vísitölubóta vegna „víxlhækkana" á landbúnaðarafurðum, en umsamdar frá- dráttarprósentur á kaupgreiðsluvísitölu eru úr sögunni. Stígandi verðlag á því ekki að geta höggvið verulega í þann kaupmátt sem nú samdist um. I þriðja lagi ber að nefna ýmis ný og auk- in réttindi várðandi atriði eins og uppsagn- arfrest, starfsaldurshækkanir, fæðingarstyrk o. fl. Hér er um að ræða almenn réttindamál vinnandi fólks, sem mikilsvert er að þoka áleiðis með hverri samningagerð um kaup og kjör, því það varðar félagsþroska og sam- heldni stéttarinnar. Stéttaátökin nú í vor færðu verkalýðnum jákvæðan árangur, en ekki tvíeggjaðan „varn- arsigur" eins og stundum áður. Þetta var að þakka meiri baráttugleði almennings í félög- unum og virkari þátttöku einstakra félaga í samningagerðinni, heldur en var í fyrra og hitteðfyrra. Pólitískum óvinum rótttækrar verkalýðshreyfingar tókst ekki að loka for- ustumenn hennar inni í skotheldum og hljóð- heldum byrgjum allsherjarnefndanna. Tekizt var opinskátt á um kröfumálin milli viður- kenndra fulltrúa andstæðra stétta, í stað þess að ráðherrar hnepptu samningamennina í eins konar stofufangelsi og mötuðu þá þar á sérfræðingaskýrslum. Afl hins vinnandi manns var betur virkjað nú en verið hefur um skeið, og þess vegna átti auðstéttin óhæg- ara með að beita refjum sínum. Þetta þyrfti þó að vera aðeins byrjunin og fyrsta teiknið um það, að íslenzk verkalýðshreyfing risi upp og sætti sig við ekkert minna en óskorað forræði fyrir þjóðarbúinu. Ástæða er til að samfagna verkalýðsstétt- inni með þann styrkleika sem hún hefur sýnt á undangengnu baráttu- og samningaskeiði. Árangurinn nú ætti að eggja til nýrra dáða og frekari sigra. 25/6—3/7 1970. 49

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.