Réttur


Réttur - 01.04.1970, Side 10

Réttur - 01.04.1970, Side 10
SVAVAR GESTSSON: BÆJAR- STJÓRNA- KOSNINGARNAR 1970 Úrslitin í bæja- og sveitastjórnakosning- unum á Islandi liggja nú fyrir þegar þetta hefti Réttar kemur út og eru mönnum ekki lengur nýnæmi. Nú ættu menn hins vegar að hafa áttað sig á úrslitunum í heild og þessi pistill minn að sinni verður einungis lítil hugleiðing um kosningaúrslitin. Það er erfitt að meta úrslit slíkra kosninga eftir tölum vegna þess að mjög víða eru blandaðir listar einkum í kauptúnunum. I flestum kaupstöðunum eru flokkslistar og á meðfylgjandi töflu má fá nokkra hugmynd um úrslitin í kaupstöðunum. Samkvæmt töfl- unni hefur fylgi flokkanna verið þannig í hlutfallstölum: A-listi 13,4% B-listi 19,4% D-listi 41,7% F-listi 6,2% G-listi 16,1% Aðrir 3,2% Heildartala kjósenda með gild atkvæði í kosningunum 30. maí var 71.785 þannig að atkvæðatölurnar í kaupstöðum gefa hug- mynd um vilja um 72% allra kjósenda. Þó eru tölurnar hér að ofan auðvitað ekki sam- bærilegar við alþingiskosningar að öllu leyti. Framsóknarflokkurinn hefur vafalaust hlut- fallslega meira fylgi utan kaupstaðanna en í þeim, Sjálfstæðisflokkurinn hefur minna fylgi utan kaupstaðanna en ofangreind hlut- fallstala sýnir, hlutfallstala G-listanna er ekki með öllu sambærileg heldur. Þó bendir hlutfallstala Alþýðubandalagsins til þess að flokkurinn muni fá a.m.k. 16% atkvœða í alþingiskosningunum ncesta vor. Ef litið er á útkomuna í einstökum kjör- dæmum frá sjónarhorni Alþýðubandalagsins kemur strax í ljós, að útkoma flokksins í Reykjavík, Reykjanesi og Suðurlandi er ágæt. REYKJAVÍK Úrslitin í Reykjavík verður að meta með hliðsjón af alþingiskosningunum 1967 og borgarstjórnarkosningunum 1966. 1966 hafði Alþýðubandalagið 7.668 atkvæði í borginni. Arið eftir klauf formaður Alþýðubandalags- ins sem þá var Hannibal Valdimarsson sig út úr samtökunum og bauð fram gegn G- listanum í Reykjavík undir því yfirskini þó að hann væri Alþýðubandalagsmaður. Þá hlaut G-listinn 5.423 atkvæði, I-listi Hanni- bals 3-520 atkvæði. Þá um haustið 1967 50

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.