Réttur


Réttur - 01.04.1970, Page 11

Réttur - 01.04.1970, Page 11
klufu tveir þingmenn Alþýðubandalagsins sig út úr þingflokknum, þeir Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson, en ári síðar varð Alþýðubandalagið sósíalistískur stjórnmála- flokkur en Sósíalistaflokkurinn var lagður niður. Um leið og það gerðist klauf nokkur hópur manna sig út úr Sósíalistaflokknum og stefndi á beinan klofning við Alþýðu- bandalagið. Hópur sósíalista var áfram í Sósíalistafélaginu og reyndi að koma í veg fyrir frekari opinn klofning hreyfingarinnar, en það tókst þeim ekki. Þeim var svo vikið úr Sósíalistafélaginu og brottrekstur þessa hóps varð upphafið að K-listanum í Reykja- vík. Við þessar aðstæður lagði G-listinn út í kosningabaráttuna 1970. Og a. m. k. ég var ekki sérlega bjartsýnn fyrirfram — sennilega ekki sá eini. En margt lagðist á eitt og í heild tókst kosningabarátta G-listans mjög vel. Allt fram á síðasta klukkutíma kjördagsins var G-list- inn að vinna á, vinna fólk frá öðrum list- um. I þessu ljósi verður svo að skoða úrslitin: Alþýðubandalagið fékk 7.167 atkvæði og tvo borgarfulltrúa, Sigurjón Pétursson og Oddu Báru Sigfúsdóttur, bætti við sig 1.744 at- kvæðum miðað við alþingiskosningarnar 1967 og hafði þá yfir 90% þess fylgis sem Alþýðubandalagið hafði 1966. Þar með er allt tal um klofning Alþýðubandalagsins fjar- stæða og í næstu kosningum mun því enn aukast styrkur. Hvaðan kom aukningin? Um það veit eng- inn nákvæmlega. Þó urðu kosningastarfs- menn G-listans varir við eftirfarandi í kosn- ingabaráttunni: Mikill hluti þess fólks sem fylgdi I-listanum 1967 kaus nú og studdi G- listann með ráðum og dáð og er aðalaukn- ingin úr kjósendahópi I-listans. I öðru lagi kaus ungt róttækt námsfólk Alþýðubanda- Iagið í beinu framhaldi af námsmannabar- áttunni í vor, sem verður fjallað um hér á eftir sérstaklega. I þriðja lagi urðu menn varir við að nokkrir eldri stuðningsmenn Al- þýðuflokksins kusu Alþýðubandalagið. — Hins vegar var augljóst að Alþýðubandalagið vann ekki eingöngu atkvæði til sín — það tapaði einnig: I fyrsta lagi til Framsóknar vegna klofningsstimpilsins sem öll borgara- pressan hamaðist við í þrjú ár að klína á Alþýðubandalagið. I öðru lagi tapaði Al- þýðubandalagið fáeinum atkvæðum til K- listans, þó í mesta Iagi sem svarar þriðjungi þess fylgis sem listinn fékk. En hefðu þessi atkvæði á K-Iista og B-lista skilað sér á Al- þýðubandalagið þar sem þau eiga heima hefoi Alþýðubandalagið fellt íhaldsmeirihlutann í Reykjavík og tryggt Guðmundi J. Guð- mundssyni setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Ekkert bendir til annars en að stjórnar- flokkarnir muni tapa stjórnaraðstöðunni í næstu alþingiskosningum. Alþýðuflokkurinn mun nú að kosningum loknum reyna að setja upp einhvers konar vinstrigrímu en vandséð er hvernig þeim flokki tekst að ná atkvæðum annars staðar en frá hægri úr því sem kom- ið er. Tölurnar í töflunni hér í greininni sýna ekki hvernig úrslitin hefðu farið að öllu leyti eins og áður var tekið fram, en heildarúrslit kosninganna þar sem kosið var nú í Iok maí benda til þess að stjórnarflokk- arnir hafi samanlagt 28—30 þingmenn, tapi 2—4 alþingismönnum. Það var Alþýðuflokkurinn sem aðallega varð fyrir áfalli í kosningunum, einkum í Reykjavík, en líka á Akureyri og fleiri stöð- um. Sjálfstæðisflokkurinn hélt yfirleitt velli í landinu, en af atkvæðatölum hans m.a. í Reykjavík, og samanburði við fyrri kosningar kemur í ljós að stefna íhaldsins er á undan- haldi og öll aukning síðusm ára hefur farið til vinstri. Forusta Framsóknarflokksins ber sig yfir- 51

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.