Réttur


Réttur - 01.04.1970, Síða 24

Réttur - 01.04.1970, Síða 24
engin þörf fyrir byltingu, þegar þjóðfélagið heldur þörfunum í greipum sér og skipuleggur sig einvörð- ungu í því skyni að skapa þarfir er fullnægt verði innan eigin takmarka. Þar eð gagnrýni á þjóðfélag- ið hefur ekki neinar raunverulega þekktar þarfir á að byggja, lendir hún auðveldlega á villigötum og missir áttanna. Jafnvel hin öldnu heiðurshugtök, frelsi og umburðarlyndi, verða hlekkir í fjötri alræðisins. Umburðarlyndi verður ekki annað en ígildi kæruleysis: I Þýzkalandi nazismans voru myndir af fangabúðum aldrei hafðar til sýnis, I Bandaríkjunum birta hin glæstu tímarit að vísu djúpþrykktar litmyndir af napalmbrenndum Víetnöm- um, en þær standa við hliðina á auglýsingu um nýja viskítegund. Þetta tvennt eru taldar sambæri- legar nýjungar. Svipað er að segja um skoðanir. Alvarlega framborinni gagnrýni á afstöðu okkar til yanþróaðra landa er gefið álíka rúm í fjölmiðlum og fréttum af tízkusýningu. Það kemst upp í vana að leggja allar skoðanir að jöfnu. Svo er hægt að velja úr framboðinu af vörum og skoðunum eins og gert er í kjörbúð. I neyzluþjóðfélagi auðvaldsins verða jafnvel stjórnmálin að söluvarningi. Geysi- mikil vinna er lögð I það að skapa „mynd" af stjórnmálamanni eða flokki, en til innihalds stjórn- málanna er minna tillit tekið. I æ ríkari mæli hegða stjórnmálamenn sér eins og þeir væru að selja tannkrem. Minni áherzla er lögð á efnisatriði skoðunar en matreiðslu hennar. Menn hætta þvi að gera greinarmun á skoðunum og finnst þær allar keimlíkar. I þjóðfélagi okkar er ríkulegt fram- boð af skoðunum, segir Marcuse, og okkur finnst feikna mikils virði að fá að velja úr. Þess vegna gefum við þjóðfélagi okkar einkunnina hið frjálsa. En, heldur Marcuse áfram, hið fjölbreytilega fram- boð getur ekki verið ákvarðandi um það hvað mannlegt frelsi stendur á háu stigi. Spurningin er hvað geta menn valið sér? Ánauð er ekki aflétt með frjálsu vali á húsbændum. Þjóðfélag Vesturlanda er vissulega ánauðar þjóðfélag, segir Marcuse. Ánauðin felst ekki I efnalegum lífskjörum, heldur valdsmannlegri gerð þjóðfélagsins. Raunveruieg völd i þessu þjóðfélagi hafa safnazt á hendur fárra aðila í landstjórn og fjármálakerfi. Ofanfrá þessari forustusveit ganga ákvarðanir í stríðum straumi niður til fólksins. En sé nánar að gætt er þetta þjóðfélag viti firrt. Friður byggist á hótun um styrjöld, framleiðnin er mæld í afköstum, en ekki mannlegri hagsæld. Allar efnis- legar, tæknilegar og vísindalegar forsendur fyrir frjálsu þjóðfélagi eru til staðar. En það er okkur ekki Ijóst. Sú er grundvallarhugsun í þjóðfélagsskoðun Marcuses, að gera beri greinarmun á sönnum og fölskum þörfum. Falskar kallar Marcuse þær þarfir sem neyzluþjóðfélagið og auglýsingar þess þröngva upp á einstaklinginn til að kúga hann og reka inn í lífsþægindakapphlaup, sem brýtur hann andlega niður. Þegar Marcuse talar um, að aug- lýsingar þröngvi vissum þörfum upp á einstakling- inn, á hann vitanlega ekki við það að auglýsinga- mennirnir sviki þessar þarfir visvitandi inn á fólk. Grundvöllur auðvaldsþjóðfélagsins er gróðinn, ríkur þáttur þess er að selja efnisleg verðmæti, en þá verður lika að skapa skammtima þarfir, nýjar teg- undir af tannkremi, nýjar tegundir af bilum o. s. frv. Frelsið í þjóðfélagi auðvaldsins hrapar auðveldlega niður á það stig, segir Marcuse, að verða frelsi til að velja milli nærri sams konar hárþvottaefnis, benzinheita og stjórnmálaflokka. Flestar af ríkjandi þörfum, svo sem að slaka á, skemmta sér, hegða sér eftir fyrirmælum auglýsinganna, „elska og hata það sem aðrir elska og hata", tilheyra flokki falskra þarfa, að þvi er Marcuse telur. Þegar við fullnægj- um þessum þörfum finnum við ef til vill til unaðar, en þessi unaður er óverjandi ef hann lokar augum okkar fyrir vitfirringu allrar þjóðfélagsgerðarinnar, röskun umhverfisins, óhreinkun andrúmsloftsins og því borgarskipulagi sem gert er fyrir bilinn en ekki fyrir manninn. Nú á tímum, segir Marcuse, er það höfuðnauðsyn að þroska nýjar þarfir með mann- inum og opna nýja útsýn yfir mannleg vandamál. I einvíddarþjóðfélaginu, telur Marcuse, að menntamenn, stúdentar, njóti lykilaðstöðu þar eð þeir geti í krafti þekkingar sinnar og gagnrýninnar heildarsýnar gert sér Ijósa grein fyrir hinni stöðugu innrætingu, er við verðum fyrir af hálfu skóla, fjölmiðla og atvinnulífs. Þar er um að ræða þau öfl, er stýra samfélaginu til ákveðinnar áttar. Hlut- verk stúdenta og menntamanna er að opna augu fólks fyrir þessari stýringu og freista þess að útbúa andstæðan valkost. Stúdentarnir eru ekki skilyrðislaust byltingarafl, en þeir geta orðið fram- varðarlið í hreyfingu sem skekur allt þjóðfélagið á grunni. Róttækir stúdentar verða fyrr eða siðar að leita samstarfs við verkalýðsstéttina, ella gera þeir sjálfa sig að máttlausum kreddusöfnuði. Mótspyrnan gegn einvíddarþóðfélaginu, kveður Marcuse, hlýtur óhjákvæmilega að vera utan þing- ræðislegra forma, ella verður hún aðeins hluti af 64

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.