Réttur


Réttur - 01.04.1970, Side 32

Réttur - 01.04.1970, Side 32
Hermenn ur alþýðuhernum sem komist hafa yfir Vislu-á í útborgina Praga. Kliszko var nokkrum árum síðar settur i fangelsi ásamt Gomulka, en þeir hafa ætíð verið nánir samstarfsmenn. Sátu þeir nokkur ár í fangelsi með- an málaferlaofsóknir áranna 1949—53 gengu yfir og kalda stríðið var í mestum algleymingi. En frá 1956 hefur Kliszko verið ritari flokksins með al- þjóðahreyfinguna að sérgrein. Pólski Verkamannaflokkurinn og þjóðin undir forystu hans hafa unnið hið ótrúlegasta afrek í að reisa Pólland úr rústum. Aðeins þeir, sem séð hafa Varsjárborg í stríðslok, geta gert sér í hugarlund hvílíkt afrek það var að byggja þá borg á ný. Fyr- ir áratug kom ég í Zoliborz og gekk um „gömiu borgina", sem að nokkru var endurreist í fornum 72 stíl — og hver maður sem til þekkir, hlýtur að fyllast aðdáun á því stórvirki, sem þar var unnið við uppbygginguna, og þeirri ræktarsemi við þjóð- arerfð, sem birtist í þvi að reisa margar bygging- anna eins og þær áður voru, svo dýrt og erfitt sem það er. En sú þjóð og sá flokkur, sem gengið hefur í gegnum hörmungar styrjaldarinnar og lifað sorg- leiki uppreisnanna, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Frásögn Kliszko af uppreisninni i Varsjá 1944 varpar skæru Ijósi á hetjulegan sorgleik úr lífi þessa fólks og flokks, á sögulega atburði, sem oft hafa verið mistúlkaðir og rangfærðir. J

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.