Réttur


Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 36

Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 36
VERKFÖLLIN Aðfaranótt laugardagsins 16. maí voru yfir 30.000 launamanna á Islandi með lausa samninga. Fösmdaginn 15. maí héldu Dagsbrúnar- menn fund í Iðnó þar sem samþykkt var að lýsa yfir vinnustöðvun frá og með 27. maí. Var tillaga um verkfallsboðun samþykkt samhljóða á fundi Dagsbrúnar, en Dagsbrún hafði þá fyrir alllöngu — eða 27. apríl — sent frá sér kröfur sínar. Auk sératriða í kröfugerðinni voru eftirfarandi aðalatriði í kröfugerð Dagsbrúnar: 1. Hækkun allra launataxta sem þá voru í gildi — í maí — um 2596. 2. Vísitölubætur á laun. 3. Neðstu taxtar þurrkaðir út og þeir sem unnið hafa samkvæmt þeim færðir upp. Auk þessa voru ýmis sératriði í kröfum Dagsbrúnar. Þegar Dagsbrúnarfundurinn var haldinn höfðu allmargir samningafundir ver- ið haldnir en ekkert hafði miðað í átt til sam- komulags. Mjög fjölmenn samninganefnd Dagsbrúnar tók þátt í samningunum ásamt stjórninni — í samninganefndinni voru yfir 20 menn. Fyrsti fundur sáttasemjara með fulltrúum atvinnurekenda og verkafólks var haldinn 19. maí. Þar lögðu atvinnurekendur fram tilboð um 8% hækkun Iauna og 4% eftir eitt ár. Samninganefndir verkalýðsfé- laganna samþykktu að hafna þessu tilboði og stóðu fast við kröfuna um 25% áfram. 14 verkalýðsfélög átm þá fulltrúa á samn- ingafundum: Dagsbrún og Framsókn í Reykjavík, Hlíf og Framtíðin í Hafnarfirði, Eining á Akureyri, Vaka á Siglufirði, verka- lýðsfélögin í Arnessýslu og sex verkalýðsfé- lög á Suðurnesjum. Um þetta leyti kom fram sú hugmynd frá ríkisstjórninni að unnt væri að hækka gengi 76 íslenzkrar krónu um 10%, en það jafngilti tekjuskerðingu útflytjenda um 500 miljón- ir króna eða 40—50 þúsund krónum á hvern félagsmann verkalýðssamtakanna. Þessi geng- ishækkunarhugmynd ríkisstjórnarinnar kem- ur viku fyrir kosningar. En um þetta sama leyti setja atvinnurekendur fram hugmynd i samningaviðræðunum sem er hreint ekki í samræmi við gengishækkunarhugmyndir rík- isstjórnarinnar: Þeir leggja til að grundvöll- ur vísitölunnar verði falsaður þannig að hann mæli ekki þær verðhækkanir sem verða kunna af völdum kauphækkana beint! Og eftir þennan skollaleik atvinnurekenda og ríkisstjórnar skella verkföllin yfir 27. maí — atvinnurekendur höfðu raunar enn boð- ist til þess að stela aftur með vísitölufölsun- um hluta af 8% tilboðinu — og það eru sex verkalýðsfélög sem þennan dag taka þátt í verkfallinu: Dagsbrún, Hlíf, Eining, Vaka, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Bílstjórafélag Akureyrar. I þessum félögum eru um 7.000 manns. 28. maí bættust verkakonur í Hafn- arfirði og Reykjavík í hópinn og sólarhring síðar verkalýðsfélögin í Arnessýslu. Laugar- daginn 30. maí hófst verkfall 13 félaga í Málm- og skipasmíðasambandinu og öll verkalýðsfélögin á Suðurnesjum — önnur en Grindavík — hófu verkfall 2. júní. Það gerðist fyrir þennan tíma —- fyrir kosningar — að ýmis bæjarfélög og fyrir- tæki gerðu samninga við verkalýðsfélögin til bráðabirgða á grundvelli þeirra krafna sem komu fram. Þær sveitarstjórnir sem þannig riðu á vaðið voru Neskaupstaður, Hafnar- f jörður, Selfoss. Engir sáttafundir voru haldnir kosninga- helgina og var greinilegt að atvinnurekend- ur og ríkisstjórnin biðu eftir kosningaúrslit- um til þess að geta áttað sig á stöðunni í land- inu almennt og var enginn nýr sáttafundur fyrr en á mánudag, 1. júní. Vert er að taka J

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.