Réttur


Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 38

Réttur - 01.04.1970, Qupperneq 38
Eftir 10. júní hófust umræður á samninga- fundum verkalýðsfélaganna um sérkröfur verkalýðsfélaganna, en þá hafði verið gengið frá vísitöluákvæðunum sem fólu í sér fullar verðlagsbæmr á öll laun. Þetta skref samn- inganna um vísitölubætur var feikistórt og þýðingarmikið; með því hafði ríkisstjórnin fallið frá afnámi sambands verðlags og launa sem hefur orðið henni sífellt tilefni til stríðs- reksturs gegn launafólki allan valdatíma hennar. (Sjá meðfylgjandi yfirlit yfir verk- fallsdaga í valdatíð ríkisstjórnarinnar). Astæð- an til þess að ríkisstjórnin lét undan í þessu máli var ekki sízt gífurleg óánægja opin- berra starfsmanna og annarra launamanna í millilaunaflokkum. A þjóðhátíðardaginn — sem eðlilega var með verkfallssvip í Reykja- vík — var svo loks farið að ræða um aðal- kröfuna og 19- júní voru samningar undir- ritaðir. Verða samningar almennu verkalýðs- félaganna ekki raktir lið fyrir lið hér, en þessi voru helztu atriði samninganna: 15% kauphækkun. Verulegar taxtatilfærslur þannig að laun Dagsbrúnarmanna hækkuðu yfirleitt frá 17% til um 20%. Full vísitala á öll laun. Aldurshækkanir og fleiri slik áunnin rétt- indi færast milli atvinnurekenda innan sömu starfsgreinar. Samningurinn gildir til 1. október 1971. Almennu verkalýðsfélögin héldu flest fundi 19- júní og voru samningarnir sam- þykktir í öllum félögunum á óvenjufjölmenn- um fundum. Um þúsund Dagsbrúnarmenn sóttu fund Dagsbrúnar í Háskólabíói og voru samningarnir samþykktir á fundinum með nærri öllum atkvæðum gegn fjórum. Er ó- hætt að fullyrða að Dagsbrúnarmenn eru al- mennt sáttir við samningana og formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, fékk góðar undirtektir á fundinum í Háskólabíói — Verkfallsdagar i valdatið viðreisnar- stjórnar: Fjöldi Dagar vinnu- með vinnu FJöldi stöðvana stöðvun þátttakcnda Samtals verkfallsd. 1960 3 14 125 680 1961 70 214 16357 278437 1962 24 171 3029 99982 1963 66 153 21262 206773 1964 4 32 1207 10441 1965 66 147 15727 84469 1966 23 13 1866 5254 1967 60 87 9371 18171 1968 67 60 20083 221939 1969 131 78 33262 147051 Alls: 1.073.197 1970 (Aætlað) 15000 300.000 sennilega betri en á nokkrum félagsfundi í Dagsbrún í mörg ár. Eðvarð hafði alla for- ustu í samningunum fyrir hönd verkalýðs- félaganna — hann var í þessum samningum sem oft áður aðalsamningamaður verkalýðs- félaganna og árangurinn varð betri en oft áður. „Við höfum hafið sóknina; við verð- um að halda henni áfram", sagði Eðvarð í lokaræðu sinni á Dagsbrúnarfundinum. Þegar þetta er skrifað — þriðjudaginn 30. júní — eru enn allmörg félög í verkfalli: 12 félög innan Málm- og skipasmiðasambands Islands eiga í verkfalli ennþá, nokkur félög byggingamanna og ósamið er við ýmis fleiri verkalýðsfélög, t. a. m. verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum. Þar hefur verið yfirvinnu- bann nokkrar vikur og hafnarbann. Þá er enn ósamið við loftskeytamenn, bryta, stýrimenn og vélstjóra á farskipunum. Hafa margir samningafundir verið haldnir en lítið miðað í átt til samkomulags, enda hafa atvinnurekendur ríkisstjórnina með 78

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.