Réttur - 01.04.1970, Blaðsíða 40
Það verður hins vegar að segjast eins og
er að þessi hugur almennings, sem var hlið-
hollur verkfallsmönnum fékk ekki að njóta
sín sem skyldi. Það var fjarri því að forustu-
menn verkalýðsfélaganna nýtm til fulls það
afl sem styrkur fjöldans getur verið í verk-
fallsbaráttu. Þó voru vinnubrögðin við verk-
fallsátökin miklum mun betri og jákvæðari
að þessu leyti en síðustu ár. Og af því má
einnig ráða að slík vinnubrögð gefa betri ár-
angur en áður hefur náðst og það má enn
læra að með því að nýta afl fjöldans enn
betur mætti ná enn meiri árangri í næstu lotu.
Að síðustu skal minnzt á söfnunina fyrir
verkfallsmenn en í henni var jákvæður hug-
ur almennings ekki nýttur sem skyldi. Hér
safnaðist aðeins ein miljón króna — til sam-
anburðar skal þess getið að þrjú verkalýðs-
félög í Færeyjum sendu hingað hálfa miljón
króna! Ef söfnunarátakið hefði verið reist
rösklega mátti búast við umtalsverðum ár-
angri, ekki bara í því að safna peningum,
heldur líka í því að virkja miklu meiri fjölda
til þess að leggja verkfallsmönnum lið á bein-
an hátt sem er geysiþýðingarmikið.
30. júlí og voru samningarnir samþykktir í
félögunum daginn eftir. 1. júlí sömdu Tré-
smiðafélag Reykjavíkur og Félag pípulagn-
ingamanna framhjá VinnuveitendasambanJ-
inu beint við atvinnurekendur.
2. júlí náðust samningar milli samninga-
manna rafvirkja og atvinnurekenda, sömu-
leiðis tókust sama dag samningar hjá verzl-
unarmönnum sem höfðu ekki verið í verk-
falli. Samningar rafvirkja voru samþykktir
í rafvirkjafélaginu samdægurs og var þar með
lokið sex vikna verkföllum sem hófust 27.
maí og stóðu til þess er rafvirkjar sömdu
síðastir 2. júlí.
VIÐBÓT 14. JÚLÍ
Nú er Réttur að fara í prentun og því
nauðsynlegt að bæta við eftirfarandi atriðum:
Ríkisstjórnin setti gerðardómslög á yfir-
menn á farskipunum og þvingaði þá þannig
á sjóinn 1. júlí sl. Hins vegar hafði meiri-
hluti yfirmannanna sagt upp störfum áður
en þvingunarlögin voru sett og tekur sú upp-
sögn gildi 10. október. Þá munu yfirmenn á
farskipunum á nýjan leik taka sín kjaramál
til athugunar, en gerðardómurinn á að skila
af sér endanlega fyrir ágústlok. (Sjá Þjóðvilj-
ann 1. júlí).
Samkomulag náðist með fulltrúum málm-
og skipasmiða og atvinnurekenda að kvöldi
80