Réttur


Réttur - 01.01.1972, Page 6

Réttur - 01.01.1972, Page 6
AÐ MYRÐA FYRIR OLÍU- HRINGANA Pentagon-skýrslurnar frægu, sem amerísku stórblöðin birtu og málaferli standa nú út af, sýna hvert siðferðilegt hyldýpi það er, sem bandarísk yfirstétt er sokkin niður í. Það helvíti af kvölum, sem bandarískir flugmenn hafa búið konum, börnum og körlum Víet- nams, „helgast” ekki af neinni árás smá- þjóðar á stórveldi, heldur er þar um beinar, nú viðurkenndar lygar að ræða: Fjórir forsetar Bandaríkjanna eru berir að því að hafa vísvitandi logið að þingi og þjóð árum saman, til þess að geta háð einhverja svívirðilegustu árásarstyrjöld allrar mann- kynssögunnar gegn bláfátækri bændaþjóð í Asíu, — framið grimmdarlegustu fjöldamorð aldarinnar með nýtízkustu morðtækni vís- indanna auk þess sem eiturdrukknir hermenn eru látnir svala kvalalosta sínum við að beita gamaldags pyndingum og morðaðferðum svo sem í My Lai. Og bversvegna eru þeir að myrða? Hversvegna er yfirstétt Bandaríkjanna í dag álitnir blóðhundar, sem einskis svifast? í byrjun sjöunda áratugs þessarar aldar, sem sé rétt eftir 1960, var olíukóngum Bandaríkjanna orðið ljóst hver firn olíu fundust á hafsbotni utan stranda Indókína og Indónesíu. Aður höfðu að vísu aðrar auðlindir dregið athygli hins ágjarna ameríska auðvalds að landi Indo-Kína. Eisenhower forseti sagði 1953 eftirfarandi um orsökina til þess að Bandaríkjastjórn var að skipta sér af málum Indo-Kína: „Setjum svo að við missum Indo-Kína. Þá myndi margt gerast í senn. Skaginn, síðasta landsvæðið þar, yrði vart varinn. Landið gæti ekki lengur látið í té tin það og tungsten, sem við metum svo mikils. Svo þegar Bandarikin leggja fram 400 milj- ónir dollara til aðstoðar I þessu stríði, þá er það ekki fé, sem við erum að gefa burt. Það er ódýrasti mátinn til að hindra að það skapist ástand, sem hefði hræðilegar afleiðingar fyrir Bandaríkin, fyrir öryggi vort, vald vort og getu til að tryggja okkur þá hluti, sem við þurfum að fá frá rikum landsvæð- um Indo-Kína og Suðaustur-Asíu." (Ræða á ríkis- stjórafundi 4. ág. 1953). Bandaríski gammurinn hvessir augu sín á allan jarðarhnöttinn til að klófesta auð og aðstöðu, hvar sem hann þorir og getur. Hon- um fer sem brezka ljóninu í byrjun þessarar aldar, meðan það var og hét, og Guðmundur á Sandi brennimerkti það í þessum kunnu vísuorðum sem: „níðinginn, sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu lítur." 6

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.