Réttur


Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 8

Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 8
þau og vör við lyktina af þeim svita, er frá manneskjunni kemur. Það er hið „elektron- iska" stríð, sem hér er skipulagt: Hreyfing fótanna gefur aðstöðu til að skjóta á þá, — tal tungunnar lokkar napalmsprengjubrotin í þann, sem mælir, — sviti burðarmannsins kallar á helsprengjurnar. Það er sama hvort barn treður stíginn eða stúlka tínir ávexti, —allsstaðar vofir morðvopnið yfir. Aðferðir Bandaríkjanna eru að myrða allt lifandi á þeim svæðum, sem þeir ekki drottna yfir. Líf þjóðarinnar skal afmáð, — ef hún sættir sig ekki við að vera keyrð í fjötra — fyrir olíukóngana. En það verður að ger- ast ódýrt, — hvað bandarískt blóð snertir, — annars gæti Nixon tapað í kosningum. Kjörorðið er raunverulega orðið: Allt — lygar, pyntingar, eitrun, múgmorð, þjóðar- morð, — allt fyrir auðhringana. En hver eru svo viðbrögð þeirra manna hér heima, sem dýrka þetta ægilega auð- vald Bandaríkjanna, reyna að telja þjóðinni trú um að það sé brjóstvörn frelsis í heim- inum og hafa allt fram að birtingu Pentagon- skýrslanna reynt að berja það inn í höfuð Islendinga að Víetnam eigi upptökin að styrjöldinni — hver eru viðbrögð Morgun- blaðsins, þegar það neyðist til að játa stað- reyndir eins og morðin í My Lay? Morgun- blaðið sagði í leiðara sínum 27. nóv. 1969 undir fyrirsögninni: „Odæðisverk bandarískra hermanna:" ,,Ef þau (þ. e. Bandaríkin) ekki gera það (þ. e. hreint fyrir sínum dyrum) og hegna harðlega þeim, sem standa fyrir ódæðis- verkum á óbreyttum borgurum í Víetnam, kann svo að fara, að sá siðferðilegi grund- völlur, sem þau hafa staðið á sem forustu- þjóð lýðræðisins bresti og eftir standi stór- veldið eitt samvizkulaust og grátt fyrir járn- um. En kannski er það einmitt einn megin- tilgangur kommúnista með styrjöldinni í Vietnam (Leturbr. og innskot vor). Með öðrum orðum: Vondir kommúnistar hafa tælt saklausa og góða Bandaríkjamenn út í svívirðilega styrjöld í Víetnam, til þess veslings saklausu Bandaríkjahermönnunum verði það óvart á að nauðga stúlkum og drepa saklaust fólk og hljóti svo skömm af! Þetta er skilningur víðlesnasta blaðs borg- arastéttarinnar á íslandi á þeirri ógn, sem gengið hefur yfir eina af fátækustu þjóðum heims, vegna þess að ríkasta auðmannastétt veraldar ágirnist auðlindir hennar. Meðan samúðin með hetjuþjóð Víetnam einkennir frændþjóðir vorar á Norðurlöndum, liggur Morgunblaðið hundflatt fyrir morðher þeirra Bandaríkjayfirvalda, sem brennimerkt eru í eigin landi fyrir lygar að þingi og þjóð ein- mitt um upptök þessa stríðs. Er það ekki eðlileg afleiðing af þessum takmarkalausa undirlægjuhætti að þetta aft- urhaldssamasta málgagn auðvalds í Evrópu skuli einmitt nú berjast fyrir því með kjafti og klóm að þetta ameríska auðhringaher- vald#), grátt fyrir járnum og blóðugt upp að öxlum, skuli einnig hafa her á Islandi, ekki síður en í Víetnam. *) Orð þetta er fengið að láni frá Eisenhower for- seta, og hann varaði við því I kveðjuræðu sinni og nefndi það á sínu máli; „the military-industrial complex". 8

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.