Réttur - 01.01.1972, Page 9
ÓLAFUR R. EINARSSON:
VINNUTIMINN
OG STYTTING HANS
Sögulegt yfirlit um baráttuna fyrir styttingu
vinnudagsins heima og erlendis
Á s. I. hansti vann verkaljðshreyfingin á
Islandi minnisstæðan signr í mikilvœgu rétt-
indamáli. Lögfesting 40 stunda vinnuviku,
sem alþingi samþykkti í desember og einnig
lögin um 4 vikna orlof eru hvoru tveggja
ávöxtur af áratuga baráttu verkalýðshreyfing-
arinnar fyrir mannscemandi lífskjörum. Bar-
áttan fyrir takmörkun vinnutímans hefur
staðið allt frá því verkalýðsstéttin kom fyrst
fram í iðnbyltingunni, sem hófst í Bretlandi
um miðja 18. öld. Sigrar í þeirri baráttu
verkalýðshreyfingarinnar hafa unnizt vegna
þrautseigrar og harðvítugrar baráttu verka-
lýðsins um allan heim og þrýstings frá verka-
fólki á löggjafarsamkomur þjóðanna um að
settar væru reglur um lengd vinnuvikunnar.
Svo var einnig hér á Islandi, er þessi sigur
vannst skömmu fyrir áramót. I tilefni þessa
áfangasigurs í réttindabaráttunni verða hér
rifjuð upp ýmis atriði úr sögu baráttunnar
fyrir styttingu vinnuvikunnar.
1<!—18 STUNDA DAGVINNA
Með iðnbyltingunni mótuðust þeir fram-
leiðsluhættir, sem buðu verkalýðsstéttinni
þau lífsskilyrði, að afla sér lífsnauðsynja með
því að selja vinnuafl sitt í lengri eða
skemmri tíma. Kjör verkafólks voru mjög
slæm. Stjórnvöld létu atvinnulífið afskipta-
laust og hlutuðust ekki til um aðbúnað verka-
fólks. Aðstaða á vinnustöðum var slæm og
slys mjög tíð. Verkamenn bjuggu oft í hverf-
um, sem atvinnurekendur létu hrófla upp
9