Réttur


Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 12

Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 12
artíð Wilson forseta. En ýmsar aðrar þjóðir máttu bíða mun lengur eða bíða og berjast enn. A síðustu áratugum hefur vinnuvikan ver- ið stytt mun meira og stefnt að 5 daga eða 40 stunda vinnuviku. Þessi krafa hefur þegar náð fram að ganga í ýmsum nágrannaríkjum okkar og en önnur innleitt 6—7 stunda dag- vinnu. A tímum vaxandi sjálfvirkni í iðnaðarþjóð- félögum nútímans er þess að vænta að hægt verði að ná fram enn skemmri vinnuviku með óskertum launum. Þó heíur vaxandi sjálf- virkni leitt til atvinnuleysis, einkum er það í þjóðfélögum sem byggja á einkaeign á framleiðslutækjunum. KRÖFUR UM TAKMORKUN VINNUTÍMA Á ÍSLANDI Á síðustu tveim áramgum 19- aldarinn- ar var hér á landi kominn vísir að verkalýðs- stétt við sjávarsíðuna, þ. e. sjómanna-, dag- launamanna- og iðnaðarmannastétt. Sú vinnutilhögun var þá almenn á Islandi að unnið var myrkranna á milli meðan vinnu var að hafa og engin ákvæði til um um- framgreiðslur vegna langs vinnudags, né ákvæði um hvíldir. Átti þetta við um vinnu, bæði til sjávar og sveita. Snemma komu fram kröfur frá verkafólki um takmörkun dagvinnunnar. Þannig ritar t. d. verkamaður í blaðið Norðanfara á Akur- eyri þegar árið 1876 og semr fram kröfur um sanngjörn daglaun að sínum dómi, 2 kr. fyrir 12 stunda dagvinnu. Hann dregur og þá ályktun að „eindreginn félagsskapur" sé auð- veldasta leiðin til að ná þessu marki. ') Þegar verkafólk á Islandi tók síðan að stofna stétt- arfélög, verður strax vart við kröfur um vinnutímatakmörk. í lagabók fyrsta íslenzka stéttarfélagsins, Prentarafélagsins gamla, sem stofnað var árið 1887 vom ákvæði um „60 klst. vinnuviku auk boðunartíma", en þá var vinnutími prentara yfirleitt frá kl. 7 árdegis til kl. 7 að kvöldi/1) I ár verða liðin 75 ár frá því að fyrstu almennu verkamannafélögin voru stofnuð á Seyðisfirði og Akureyri og athyglisvert að bæði bera þegar í upphafi fram kröfuna um 10 stunda vinnudag. I lögum Verkamanna- félags Seyðisfjarðar voru ákvæði um 10 stunda vinnudag og krafa um 5 aura álag á hvern tíma þar fram yfir.5) Verkamanna- félag Akureyrarkaupstaðar gerði einnig kröf- ur um 10 tíma dagvinnu og ýmislegt bendir til að sú krafa hafi náð fram að ganga.0) Iðnaðarmannafélögin, sem stofnuð voru á síð- ustu árunum fyrir aldamót leituðust einnig við að takmarka vinnutíma og leggja eftir- vinnuálag á kaup. Þegar Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað árið 1906, þá var eftirfarandi sagt um vinnutíma í aukalögum þess: „Almenn- ur vinnudagur er talinn frá kl. 6 árdegis til kl. 6 síðdegis. Sé unnið á öðrum tímum sólar- hringsins telst sú vinna eftirvinna eða auka- vinna."') Þá var krafa þeirra 25—30 aura tímakaup, en 35 aura fyrir eftirvinnu, og 50 aurar á helgidögum. En þessi vinnutímatak- mörkun fékkst ekki átakalaust. Þegar danskir verktakar hófu hafnargerð í Reykjavík árið 1913 settu þeir íslenzkum verkamönnum þá kosti, að vinna almennt frá kl. 6 árd. til kl. 8 síðd. eða verða af vinnunni ella. Þá hafði Dagsbrún áður samið við helztu atvinnurekendur bæjarins, að almennur vinnudagur væri frá kl. 6 árd. til kl. 6 síðd. þ. e. 10 tíma vinnudag (ath. matar- og kaffi- tími dregst frá). Þarna gerði danski verktak- inn tilraun til að fá Islendinga til að vinna 12

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.