Réttur


Réttur - 01.01.1972, Síða 19

Réttur - 01.01.1972, Síða 19
Við undirskrift viðskiptasamninga Islands og Sovétrikjanna í Moskvu 2. nóv. 1971. Annar og þriðji frá vinstri i fremri röð eru viðskiptaráðherrar landanna: Patolichev og Lúðvik Jósepsson. lestir eitt árið og hefur síðan aldrei orðið meiri. Mun láta nærri að útflutningur til Sovétríkjanna hafi þá komist upp í um 20% af útflutningi Islands, en heildarútflutningur til sósíalistísku landanna — og þar með viðskifti við þau, því þá var allt á jafnvirðis- grundvelli — verið upp undir þriðjungur af utanríkisverzlun Islands. Sýnir sú reynsla hverjir möguleikarnir eru. Viðreisnarstjórnin vann að því af kappi að brjóta þessi viðskifti niður og varð vel ágengt. Viðskifti Islands við Sovétríkin hafa undan- farið verið milli 7 og 9% af veltunni, en alls við sósíalistísku löndin 12—14%. Mein- ingin mun hafa verið um tíma að eyðileggja viðskiftin við Sovétríkin alveg með því að láta Standard Oil koma hér upp olíuhreins- unarstöð og kippa þannig algerlega grund- vellinum undan viðskiptunum, — en það tókst ekki. Það er þrennt, sem ber að athuga, þegar rætt er um möguleika eða nauðsyn á miklu meiri viðskiftum Islands við Sovétríkip og önnur sósíalistísk lönd: 1. Ef viðskiftakreppa skyldi harðna og dýpka verulega í Vestur-Evrópu, verður mikil nauðsyn fyrir lsland að stórauka viðskiftin við sósíalistísku löndin. Ber að hafa þetta snemma í huga, því nú þegar leita auðvalds- lönd Vestur-Evrópu af ákefð eftir mörkuðum í sósíalistísku löndunum. Auðvaldsherrun- um sjálfum er ljóst hvaða gildi kreppulaus lönd hafa fyrir þá og vörur þeirra, ef það harðnar á dalnum. 2. Ef Vestur-Þýzkaland og/eða England 19

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.