Réttur - 01.01.1972, Síða 20
skyldu hefja verzlunarstríð við okkur, eins
og England gerði 1952, þá verður einnig brýn
nauðsyn fyrir Island að stóranka viðskiftin
við sósíalistísku löndin.
3. En almennu höfuðrökin fyrir því að
stórauka viðskiftin við þessi lönd eru þau að
eigi að reyna að vinna fullunnum íslenzkum
iðnaðarvörum stórmarkaði erlendis, þá geta
einmitt Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd
orðið sú lyftistöng slíkum iðnaði, sem gerir
honum síðan mögulegt að berjast fyrir út-
breiðslu á hinum erfiðu mörkuðum auðvalds-
landa, sem voldugir auðhringar venjulega
einoka undir yfirskyni „frjálsrar verzlunar".
Dæmin sanna þegar hvílíkt gildi stórsamn-
ingar við Sovétríkin hafa til þess að tryggja
uppbyggingu og eflingu slíks iðnaðar á Is-
landi.
LJllariðnaðurinn, — þ. e. fullvinnsla ull-
arinnar í erlenda markaðsvöru, — byggist nú
hvað erlendan markað snertir fyrst og fremst
á Sovétríkjunum: Yfir 90% ullarteppanna
frá verksmiðjum samvinnuhreyfingarinnar
fór þangað 1970. Þrír fjórðu hlutar allra
prjónavöru úr ull fóru þangað 1970, og enn
þá hærra er þetta hlutfall, ef ullarpeysur sam-
vinnuverksmiðjanna eru teknar einar.
Hvað niðurlagðar og niðursoðnar sjávaraf-
urðir snertir, þá fer helmingur þeirra nú þeg-
ar til Sovétríkjanna og annara sósíalistískra
landa miðað við útflutninginn 1970, en hvað
niðurlagða síld snertir, þá eru Sovétríkin höf-
uðmarkaðurinn, kaupa milli 90% og 100%
af þeirri útflutningsvöru.
Hvað snertir ýmsan annan innlendan iðn-
að, svo sem t. d. málningu, þá er þegar Ijóst
að einmitt þar eystra má hægast vinna upp
markað, sem síðan gæti orðið viðkomandi
iðnaði lyftistöng til J>ess að ryðja sér til rúms
víðar.
Samningar þeir, er Lúðvík Jósefsson við-
skiftamálaráðherra undirritaði í Moskvu 2.
20
nóv. 1971, sýna hvernig auka má þennan
markað og tryggja til langs tíma, þegar unn-
ið er að þvi af áhuga og heilindum. Yfirburð-
ir hins sósíalistíska markaðs felast í öryggi
hans, kreppuleysi og því að semja má til
margra ára. Fyrir íslenzkan iðnað, sem er að
reyna að brjóta sér braut erlendis, er því slík-
ur markaður beinlínis lykill að frekari út-
breiðslu. — I samningum þessum var m. a.
samið um að tvöfalda markað fyrir niður-
lagða síld og stórauka hann fyrir ullariðnað-
inn, sem og málninguna.
Sama máli og með Jxmnan íslenzka iðnað,
sem þegar er til og nú var um rætt, gegnir og
hvað snertir alíslenzka stóriðju, ef við ætlum
að koma henni upp, — og það er lífsnauðsyn.
Að vísu kemur vel til mála að hafa um stór-
iðju samvinnu og sameign við útlenda aðila,
— einkum þó með tilliti til J>ess að erfitt og
oft ókleift er að komast inn á erlenda auð-
valdsmarkaði án slíks samstarfs. (Það sýndi
saga kísilgúrverksmiðjunnar).
En að svo miklu leyti sem vér mundum
reyna að koma upp alíslenzkri stóriðju, t. d.
í sjóefnaiðnaði (salt — klór — magnesíum),
þá væri það næsmm óhugsandi að leggja í
slíkt, nema að tryggja að miklu leyti markað
fyrirfram til nokkurra ára a. m. k. og einmitt
þá tryggingu geta sósíalistísku markaðirnir
veitt.
Stóraukin viðskifti Islendinga við Sovétrík-
in og önnur sósíalistísk lönd eru því eitt höf-
uðskilyrði til þess að tryggja fulla atvinnu
og uppbyggingu fullvinnslu-iðnaðar og ís-
lenzkrar stóriðju sem og til að verjast hugsan-
legum áföllum í viðskiftum við auðvalds-
lönd Véstur-Evrópu.