Réttur - 01.01.1972, Blaðsíða 40
Varsjárbandalagsherjanna í það land. Jó-
hann færir rök að því að endurnýjunin frá
janúar til ágúst 1968 í Tékkóslóvakíu mark-
ar upphafið að „fyrstu meiriháttar prófraun
á möguleikum hinna hálf-sósíalísku þjóðfé-
laga Ausmr-Evrópu til að brjótast út úr ó-
göngum núverandi stjórnkerfis, sem venja
er orðin að kenna við skrifstofuvald, og
byggja upp hið pólitíska og félagslega lýð-
ræði, sem samkvæmt hugmyndum marxista
er óaðskiljanlegur þáttur hins sósíalíska þjóð-
félags”.
Það viðhorf, sem Jóhann er að koma á
framfæri með ívitnuðum skrifum sínum í
RÉTT eru langt frá því að vera mótsagna-
kenndur samtíningur heldur hlutar sam-
stæðrar heildar, svo sem vera ber hjá marx-
ista. Það er engin tilviljun að drætti þessara
sömu pólitísku hugmynda er einnig að finna
í doktorsritgerð Jóhanns. Ég hef gert mér
til gamans að taka upp glefsur úr aðgengi-
legri hlumm bókarinnar „Von Marcuse zu
Marx" sem sýna þetta. Éara þeir hér á eftir
í óvandaðri og flausmrslega gerðri þýðingu:
„Sú gagnrýni sem hér er sett fram á krít-
ísku kenninguna fellst á margar helztu for-
sendur hennar, og er hún að því leyti frá-
brugðin öðrum viðhorfum sem skírskota til
marxismans en hafa gert þá kröfu til sjálfra
sín að hrekja krítísku kenninguna, eða þá
að ætlunin hefur verið að sýna að í henni
dyldist endurskoðun (revision) á marxisman-
um". (Bls. 249).
„Það var sjálfsagður hlutur fyrir krítísku
kenninguna á 4. áratugnum að hún leitaði
upphafs síns í gagnrýni Marx á pólitískri
hagfræði. Krítíska kenningin leit á það sem
verkefni sitt að setja fram nánari skýringu á
því sérstaka í fræðilegum grundvelli marx-
ismans og vekjá athygli á því nýja sem fælist
í marxismanum, skýra mörkin milli hans og
fyrri hefðbundins grundvallar heimspekinn-
40
ar; einnig að fjalla um þá ákveðnu merking-
arbreytingu sem einstök grunnhugtök úr
heimspekilegri arfleifð fá innan marxískrar
hugsunar". (Bls. 93).
„Á 4. áratugnum þóttust forvígismenn
krítísku kenningarinnar vera „samvizka
vinstrisinnaðra marxista meðal mennta-
manna". Andspænis hinni örlagaríku hnign-
un sósíalískrar verkalýðshreyfingar, sem or-
sakaðist af ytri ósigrum og innri afskræm-
ingu, þurfti að haldá á lofti grundvallaratrið-
um marxískrar kenningar og verja þau gegn
hugmyndum hentistefnu og skrifræðis". (BIs.
177).
„Orsakir sem hvöttu til frekari þróunar
á krítísku kenningunni í þessa átt lágu í
pólitískri afturför 4. áratugsins, sem nær há-
marki í fasisma og stalínisma. Hún þýddi
tvöfaldan ósigur marxismans: Annars vegar
var beinlínis niðurbrot þeirra þjóðfélagsafla
sem höfðuðu til hans og afturhaldssöm lausn
á kreppu kapítalismans sem ekki hafði verið
gert ráð fyrir áður. Hins vegar var fram-
kvæmd á marxismanum sem staðnæmdist í
varajátningu en fjarlægðist anda hans og
upphafleg markmið í æ ríkari mæli.
En ófarir 4. áratugsins voru þó ekki nema
fyrirferðarmikil fæðing langvinnrar þróun-
ar, sem einnig getur tekið á sig friðsamlegar
myndir. Alveg eins og fasisminn sýnist nú
hafa verið millispil — örlagaríkt að vísu —
yfir í kapítalisma með korporatívu sniði,
þannig var og iðnvæðing Sovétríkjanna á
fjórða áratugnum, rekin áfram með nauð-
ungaraðferðum, ásamt gagnbyltingarkennd-
um fjöldamorðum áranna 1936—1938, að-
eins áfangi á þeirri braut að drottnunarkerfi
skrifræðis festi sig í sessi. I því kerfi hrærist
árangur byltingarinnar á hugmyndafræðilegu
sviði og varðandi uppbyggingu stofnana sam-
an við ýmsa sérhagsmuni annars vegar og
innantóma dýrkun á almennum þjóðfélags-
J