Réttur


Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 43

Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 43
Kommúnistaflokksins, var í forustu EAM, mótspyrnuhreyfingu Grikkja á hernáms- unum, leiðtogi „fjallstjórnarinnar" í borgara- stríðinu, var síðan í útlegð til 1959- Þá hélt þessi hetja, sem forðum hafði haft með hönd- um samninga við Churchill, Stalin og fleiri fyrir hönd frjálsra Grikkja, heim í neðan- jarðarbaráttuna á gamals aldri — við hlið hinna ungu. Og nú hefur fasistastjórnin náð honum. Gríski Kommúnistaflokkurinn heima fyrir mótmælti innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 og hefur það leitt til nokkurs klofnings er- lendis. Manolis Glezos, sem Réttur hefur áður sagt frá, (1963, bls. 132—138) stend- ur með þeim Partsalides, Drakopoulas og félögum þeirra. kirkjur ameri'ku — KAUPMENN dauðans Nýlega lét rannsóknardeild sameiginlegs kirkjuráðs þrjátíu og þriggja kirkna í Banda- tíkjunum (National Council of Churches) rannsaka fjárfestingu tíu mótmælendakirkna. Það kom í ljós að þessar kirkjur áttu hluta- bréf, er námu 203 miljónum dollara í 29 stórum herbúnaðarfyrirtækjum Bandaríkj- anna. Mest var fjárfestingin hjá United Method- ist Church (metodistakirkjunni): 59 miljónir dollara í 23 fyrirtækjum, sem hafa hergagna- samninga við Pentagon, hermálaráðuneytið. Næst kom United Presbyterian Chnrch (sam- svarandi ensku biskupakirkjunni) með 57 miljónir dollara, síðan American Baptist Con- vention (baptistasöfnuður) með 30 miljónir dollara. Auðfélögin sem nutu hinnar „kristilegu" fjárfestingar, eru fyrst og fremst IBM, sem KIRKJUR OG KAUPMENNSKA „Og hvar er sigur Krists um kristinn heim? Að kirkjum hans er einginn vandi að leita, en krossinn hans er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa manndyggð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kaupmenn vaki, sem fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjörnu að allra skýja baki. Þar komst hún nógu hátt úr hugum burt og hjer varð eftir nógu tómur kliður, svo aldrei verði að ceðri jólum spurt og aldrei komist friðarríkið niður." Þorsteinn Erlingsson: úr „Jól” 1906 framleiðir m.a. stýristækin fyrir sprengjuflug- vélarnar, sem myrða í Vietnam, og General Motors, sem framleiðir m. a. vélar í sprengju- flugvélar, skriðdreka, byssur og eldflaugar. Margir heiðarlegir prestar gagnrýna þetta framferði og berjast gegn stríðinu í Víetnam og hafa sumir hlotið fangelsisdóma fyrir. FJALLRÆÐAN OG AUÐRÆÐIÐ „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóð- um á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð, og þar sem. þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun hjarta þitt vera.” Jesús frá Nasaret í „Fjallrœðunni" Mattheusar guðspjalli 6, 19—21. 43

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.