Réttur


Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 45

Réttur - 01.01.1972, Qupperneq 45
muni Harvard-háskólinn skammast sín að eilífu. Nú er svo komið að m. a. s. John Reed er loks viðurkenndur sem sá mikli og framsýni rithöfundur, er hann var. En hann var aðeins 33 ára er hann dó 17. október 1920. Edgar Snow hafði ritað sína ágætu bók „Rauða stjarnan yfir Kína" eftir ferðalag sitt i „sovét-héruðum" Kína 1936—37.*) Á tímum kalda stríðsins var hann fordæmdur af afturhaldi Bandaríkjanna. Svo taumlaust var ofstækið hjá dýrlingi Morgunblaðsins, Dulles, að hann neitaði að heilsa Chou-En- Lai eða taka í hönd hans á Genfarfundinum um Indó-Kína 1955. Þessi brjálsemiskennda afstaða ríkti enn hjá viðreisnarstjórninni sem neitaði að viðurkenna Kína og taka það inn í sameinuðu þjóðirnar. — Nú loks, þegar Nixon gengur sína Canossa-göngu til Peking, heyrir íslenzka afturhaldið „rödd síns herra" („His masters voice") og snýr við blaðinu. — Það var ekki fyrr en 1960 að Edgar Snow fékk leyfi bandarískra stjórnvalda til að fara aftur til Kína — og þá næstum því með brögðum. Upp úr þeirri ferð skrifaði hann bókina „Hinumegin árinnar" („The other side of the river"). Og nú er sú Bandaríkjaþjóð, sem uppgötv- ar að fjórir forsetar lugu að henni um Viet- nam, að sjá að John Reed og Edgar Snow sögðu henni satt. H;ð rauða Kína gekk á þessum árum oft undir nafninu „Sovét-Kína". Ég hafði haldið erindi í út- yarpið 1935—36 um Sovét-Kína, en safnaði efni dl þess með viðtölum við fulltrúa Kínverska Komm- únistaflokksins á 7. heimsþingi Komintern 1935 og tneð viðtali við Borodin. Seinna gaf ég kínverskri sendinefnd, er hingað kom, handritið. Létu þeir Þýða það og töldu að ég hefði verið með svipað mat á byltingunni og Edgar Snow. Þótti mér vænt um. — E. O. John Reed 45

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.