Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 2
Jafnframt virðist þessi yfirstéttarklíka búa sig undir að ofurselja erlendum auðhringum dýrmætustu auðlindir landsins, fossaflið, leyfa þeim að menga landið og féfletta fólkið, bara ef klíkpn fær sinn skerf af arðráninu. — Og sam- tímis vex þjónslund hennar við árásarríki það, sem í 31 ár hefur hersetið landið án laga og réttar. Allt þetta gerist þegar ný tæknibylting (tölvur og örtölvur) og nýjar uppgötv- anir dýrmætra hráefna opna íslendingum glæsilega möguleika til fjölbreyttari og hagnýtari framleiðslu en hingað til, framleiðslu, er byggist á áður ónýttum hráefnum og á hugviti íslendinga sjálfra. Yfirstéttarklíkan ætlar að nota vald sitt til þess að koma hér á slíku atvinnu- leysi, að vinnandi fólk verði deigara við að beita verkfallsvopninu, enda hefur það nú meiru að tapa en fyrrum, ef það er knúð til mánaðarlangra verkfalla. Þess vegna verður pólitísk samfylking allra flokka og fagsambanda vinnandi fólks, launastéttanna, hverju nafni sem nefnast, að skapast til að taka völdin af þessari ránsklíku og nota síðan sjálf í þágu íslenskrar alþýðu auðæfi lands vors og hina stórfenglegu möguleika nýrrar tækni- byltingar, sem bjóðast henni, ef hún aðeins hefur vald og vit tii að hag- nýta þá. En samtímis því sem forinja fátæktarjnnar er hér heima særð upp úr gröfum fortíðarinnar af ríkustu yfirstétt íslandssögunnar til að sverfa á ný að þeim, sem þræla mest og minnst fá — og hinum, sem vísað er á „hákristilegt" hugarfar valdhafanna, sem ekki fyrirfinpst þrátt fyrir alla kristilegu hræsnina, — þá herðir hin viffirrta valdaklíka Bandaríkjanna, „hernaðar- og stóriðju- skrímslið", róðurinn fram til þeirrar árásæ'styrjaldar, sem hún hefur undirbúið í tæp 40 ár: Hún hefur nú látið setjp upp eldflaugakerfin „Pershing" og „Qru- ise Missiles" á evrópskri grund, svo bandarískir ofstækismenn gætu hafið ár- ásina á Sovétríkin án þess að spyrja þger vestur-evrópu þjóðir, sem fyrstar yrðu fórnarlömbin í því stríði, er orðið gæti tortímingarstríð alls mannkyns. Reagan þorir ekki í ár, fyrir forsetakosningarnar í nóvember, annað en tala um frið, því fjöldinn er að vakna til meðvitundar um hættuna, — en enginn skyldi láta það blekkja sig. — Eftir kosningar mun hann aftur sem fyrr lýsa því yfir að sjálfur „Kölski" ráði Sovétríkjunum pg það verði að útrýma „því illa“ í veröldinni með báli og brandi. Þessvegna er hert á árásarundirbúningnum hér á íslandi líka. Baráttan sem íslensk alþýða verður aö heyja gegn bandaríska her- valdinu og þjónum þess hér, stendur því bæði um lífsafkomuna og lífið sjálft. 15. FEBRÚAR 1984

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.