Réttur


Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 28

Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 28
EINAR OLGEIRSSON: Viðskipti íslands við Sovétríkin í meir en hálfa öld Þess hefur verið minnst allrækilega í blöðum að á þessu ári voru liðin 30 ár frá því íslendingar og Sovétmenn gerðu sérstaka verslunarsamninga milli landanna og ýms hlýleg orð látin falla í því tilefni. Hitt hefur legið meira í þagnargildi hverjar aðstæður voru er samningur sá var gerður — og svo þau viðskipti landanna, sem áður áttu sér stað. Skal þetta hvor- tveggja rifjað nokkuð upp. Yiðskiptabann Breta brotið á bak aftur Samningarnir 1953 urðu til við þær að- stæður, að er íslensk ríkisstjórn færði fiskveiðilandhelgina út í 4 mílur 1953, setti breska stjórnin bann á sölu íslensks fisks til Bretlands. Þessi þokkalegi „bandamaður“, sem ísland hafði verið blekkt til að „eignast“ 1949, ætlaði að brjóta alla efnahagslega viðleitni íslend- inga til yfirráða yfir fiskauðlindum lands- ins á bak aftur. Hver kom þá íslandi til hjálpar? Enginn bandamaður í Nato vildi hjálpa minnsta og varnarlausasta meðlimi þess. Það voru Sovétríkin, sem buðust til þess að kaupa fískinn af íslendingum og frelsa þá þannig úr klóm breska níðings- valdsins1. Þannig hófust þessir verslunar- samningar, en þeir hafa vissulega verið þyrnir í augum Nato-stórveldanna alla tíð síðan. Viðskiptin fyrir 1953 En viðskipti íslendinga við Sovefríkin eru vissulega eldri en frá 1953 og margt merkilegt við sögu þeirra viðskipta, eink- um eftir stríð. 1927 var fyrsti síldarfarmurinn seldur til Sovétríkjanna, — 25 þúsund tunnur og hjálpuðu mjög til að bjarga síldarvertíð þá. — 1930 var aftur seld síld til þeirra, 30 þúsund tunnur, og 1936 keyptu Sovétrík- in einnig mikið af Faxasíld. í öll þessi skipti þótti það mikils um vert að komast inn á þennan markað. Eftir stríð urðu þessi viðskipti þó miklu meiri og mikilvægari. Við Pétur Ben- ediktsson, þá ambassador íslands í Moskvu, og ég vorum sendir af nýsköp- unarstjórninni til Austur-Evrópu til þess að koma á stjórnmála- og viðskiptasam- bandi við þau lönd, sem ekki hafði verið um mikil samskipti að ræða við fyrr. Hvað Sovétríkin snerti, þá varð árang- 220

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.