Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 12
hlutskipti sitt, — eftir að þjóð vor hefur áður brotist út úr 6 alda nýlendukúgun og nú í 40 ár verið frjáls af því örbirgðaroki, er hún áður bar, — þarf að forheimska hana svo að hún trúi öllum blekkingum og lygum Watergatemalíunnar og blinda hana fyrir möguleikum hennar til þess að bæta kjör sín í stað þess að láta þau versna að þarflausu. Æfðir ræningjar þekkja ráðin. Það er enn í minnum elstu manna, er Vilhjálmur Finsen hafði stofnað Morgun- blaðið 1913 sem óháð fréttablað. En sex árum síðar setti dansk-íslensk stórkaup- mannaklíka honum stólinn fyrir dyrum — eða skammbyssuna fyrir brjóstið, ef menn vilja heldur nota bandarískt bófa- mál, — og heimtaði að hann seldi sér blaðið, ella hætti hún að auglýsa í því, — og það var morðhótun gagnvart slíku blaði. Vilhjálmur varð að gefast upp fyrir ræningjunum og fékk að vera ritstjóri áfram. En auðmenn eignuðust eitraðan fjölmiðil og forheimskunartæki.1 Nú skal sama sagan endurtekin í miklu stærri stíl. Sú gráðuga valdaklíka svartasta aftur- haldsins í Framsókn og Sjálfstæðisflokkn- um, sem alltaf hefur runnið saman í eina ógæfuheild, er íslandi gegnir verst, hefur nú sameinast hatrammar en nokkru sinni fyrr, — undir ægishjálmi bandarísks hervalds, — og hyggur á illvirki á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, sem geta riðið sjálfstæði þjóðarinnar, frjálsri hugsun ís- lendinga og lífsafkomu hins vinnandi manns að fullu. — Skal í þessum kafla aðeins rætt um fyrirhugaða aðför að frjálsri hugsun, þ.e. andlegu sjálfstæði ís- lendinga. ísfilm heitir kvikmyndafyrirtæki, sem undir ágætri stjórn Ágústs Guðmunds- sonar hefur m.a. framleitt einhverja bestu íslensku kvikmyndina, er gerð hef- ur verið hér: Útlagann, söguna af Gísla Súrssyni.2 — Ef til vill hefur ísfilm verið komið í nokkra fjárhagslega erfiðleika, er að því kom, m.a. vegna örrar tækniþró- un’ar í þessari grein, að afla þurfti nýrra dýrra tækja. Má vera að vissum aðilum hafi þá dottið í hug að hægt væri að nota félag þetta eða a.m.k. gott nafn þess og færa menn, til stórra aðgerða í heimi ís- lenskra kvikmynda, video, sjónvarps o.fl., með öðrum orðum til skoðanaskap- andi áróðurs, ef nægir peningar væru sett- ir í það. Þetta hefur gerst. Þeir aðilar, sem sam- einast hafa í hinu nýja ísfilm, hver með 2 miljónir króna hlutafjárframlagi eru eftir- farandi (auk ísfilms hf.): Almenna bókafélagið. — Maður er óvanur því að góð bókaútgáfufélög hafi fé afgangs til annarra hluta, svo mann grunar hvaða pólitískir valdhafar hafi hér ráðið gerðum þess. Arvakur h.f. (þ.e. Morgunblaðið) því félagi mun ei fjárvant, þótt fyrirhugaðar séu risaframkvæmdir hvað vélakost og stækkun Morgunblaðsins snertir. Og kunnáttan í að klófesta góða hluti mun ei gleymd þar. Frjáls fjölmiðlun, þ.e. DV. dagblað, sem menn hugðu að hefðu ei margar milj- ónir handbærar, en allt virðist tiltækt, ef voldugir aðiljar vilja. Reykjavíkurborg. Þar nær ósvífnin há- marki sínu, er stela skal tveim miljónum króna af eigum borgarinnar, til þess að fjármagna fjölmiðil til að forheimska menn. Er slíkt framferði vafalítið undan- fari þess að láta Reykjavíkurborg kaupa Morgunblaðshöllina fyrir of fjár og um- skíra í ráðhús Reykjavíkur, en gefa Ár- vakri hf. með því allt það fé, er hann þarf 204

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.