Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 20

Réttur - 01.10.1983, Page 20
Fulltrúar á 3. þingi S.U.J. á Siglufirði Albertsson læknir hafði saumað saman þrjár sprungur á höfuðleðrinu, er lögregl- an veitti mér 9. nóv. 1933. — Þær voru a.m.k. tvær „rauðar“ hárgreiðslustofurn- ar í Reykjavík um þessar mundir, hina rak Kristín Guðmundsdóttir, kona Hall- bjarnar Halldórssonar, ritstjóra Alþýðu- blaðsins, og var heimili þeirra hjóna mikil miðstöð róttækustu skálda og rithöfunda, allt frá því „Mjólkurfélag heilagra“ starf- aði þar með síðar frægustu skáldum lands — og þar til Unuhús fór að taka við því hlutverki. En hárgreiðslustofa Kristínar hét „Hollywood“ og því gekk þessi stór- merka og ágæta kona alla ævi undir nafn- inu „Kristín í Hollywood“ í félaga hóp. En hverfum nú frá hárgreiðslu til hat- ramra átaka stéttabaráttunnar. Þau Marci og Haukur settust að á Bergstaðastræti 72, leigðu hús Júlíönu listmálara, og á heimili þeirra, í rúmgóðri stofu listakonunnar, er Kommúnista- Ilokkur íslands stofnaður 30. nóv. - 1. des. 1930. Haukur verður auðvitað frá upphafi einn aðalbaráttumaður þess flokks, hlaut það veigamikla starf í miðstjórninni að vera formaður skipulagsnefndar, — og þótt skýrslur hans væru góðar, þá var bar- áttan svo hörð að vart var mánuðurinn liðinn, áður en Haukur þann 3. janúar 1931 var ásamt þrem öðrum félögum (Guðjóni Ben., Þorsteini Péturssyni og Magnúsi Þorvarðarsyni) settur í fangelsi vegna forustu í baráttu verkamanna fyrir atvinnubótum. En vegna gífurlegrar þátt- 212

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.