Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 21

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 21
töku í mótmælafundunum, er K.F.Í. gekkst fyrir varð að sleppa þeim þann 6. janúar. Eins og baráttan byrjaði svo hélt hún og áfram. Saga Hauks Björnssonar er svo samgróin sögu Kommúnistaflokksins að það væri að rekja hana alla, ef halda skyldi áfram í þessum dúr. Haukur fékk að kenna á mistökum flokksins, en átti svo sinn stóra þátt í sigrum hans, sakir giftusamlegra hæfileika hans, ekki síst á sviði skipulagsmála og áróðurs, er varð því mikilvægari er á leið. Pólitíska stjórn- visku hafði Haukur mikla til að bera, þó ekki bæri eins mikið á henni út á við, eins og öðrum hæfileikum hans. Pað er hinum ágætu skýrslum Hauks að þakka að við vitum nákvæmlega um þró- un K.F.Í. á fyrstu árunum og þjóðfélags- lega samsetningu flokksins: Við stofnun flokksins voru félagarnir 230 að tölu. En 1. júní 1932 eru þeir orðnir 606. Voru þá 15 deildir í flokkn- um, þar af voru félagar í Reykjavík 208 (1. júní 1932), Siglufirði 89, Akureyri 54, Vestmannaeyjum 78. Samsetning flokksdeildarinnar í Reykja- vík var t.d. þannig: Verkamenn, faglærð- ir og ófaglærðir 90, sjómenn og fiskimenn 41, starfsmenn 37, handverksmenn 3, menntamenn og nemendur 27, húsfreyjur 10. — Og af flokksfélögunum voru 90% í verkalýðsfélögum, þar af í Reykjavík 81%, Akureyri 88%, Vestmannaeyjum Fangamir ijórir: Þorsteinn Pétursson, Guðjón Benediktsson, Haukur Bjömsson, Magnús Þorvarðarson 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.