Réttur


Réttur - 01.10.1983, Side 31

Réttur - 01.10.1983, Side 31
Þctta línurit sýnir hvernig valdaklíkan notaöi hækkun dollarans til að auka dýrtíð og draga úr kaupmætti tímakaupsins. Fram að 1960 gekk þetta hægar hjá henni af því Alþingi réð gengis- skráningunni, en með bráðabirgðalögum 1961 svifti „viðreisnarstjórnin“ Alþingi þessu valdi og fékk það Seðlabankanum og ríkisstjórn, — einstök aðför að þingræöinu! Eftir það verða gengis- lækkanir — og verkföll miklu tíðari en áður. landi, kann ekkert nema stela af launa- fólki. Afleiðingar af þessari arðránsaðferð hennar, samkvæmt bandarískum fyrir- mælum, kemur máske best í ljós, ef at- hugað er hvernig búið er að fara með kaupmátt tímakaupsins hjá hinum al- menna verkamanni í samanburði við gengi dollarans. begar gengisbreytingin var gerð 1. janúar 1981 hafði dollarinn verið orðinn yfir 600 krónur en var í ársbyrjun 1949 rúmar 6 kr. Dollarinn var 1. janúar 1981 settur 6,24 kr. M.ö. orðum: dollarinn hafði verið látinn hundraðfaldast síðan 1949 — og hefur sífellt verið hækkaður síðan, er 9. febrúar 1984 yfir 29 kr. En kaupgeta tímakaupsins er eftir síð- ustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar hin sama og hún var 1951, en þá var hún ca. 16% lægri en hún hafði verið 1949. — M.ö.o. fyrst er dollarinn hundraðfaldaður á 30 árum (1950-80) og síðan næstum fímm- faldaður á þrem árum (’81, ’82, ’83), en kaupmáttur tímakaupsins gerður lakari en fyrir aldarþriðjung. Er ekki tími til kominn að alþýða Is- lands felli ræningjaflokkana: íhald og Framsókn frá meirihlutavaldi á Alþingi. 223

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.