Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 11
Bandaríkjanna í áhrifastöðum á íslandi hafa alltaf reynt að hindra mikla hagnýt- ingu þess markaðs, sem finna má í sósíal- ísku löndunum. 1959 fór 30% af útflutn- ingi íslands til þeirra lands, en nú er búið að koma honum niður fyrir 10%. Það mun ekki vanta möguleikann á að skapa nýja framleiðslu á mörgum sviðum á íslandi, ef það bara er áhugi fyrir því og forsjá beitt, en ekki öll hugsun á þessu sviði látin snúast um hreppapólitík sem nú er að enda í „skömmtun“ veiðikvóta. IV. „Þetta land á ærinn auð, ef menn kynnu að nota hann“ Það, sem er þjóð vorri miklu þungbær- ara en áföll frá náttúrunnar hálfu, er sú skammsýna, ágjarna og vitgranna yfir- stétt, sem þjóðin hefur orðið að burðast með og þá fyrst og fremst verslunar- og braskvaldið. Það er þess sök að alger óstjórn hefur ríkt í fjárfestingamálum þjóðarinnar, skapaður hefur verið vís- vitandi viðskiptahalli, — meira og minna vegna vitlausra samninga við EBE og fleira, allt undir yfirskyni „verslunarfrels- isins“, stundum máske eftir kröfu Al- þjóðabanka og Alþjóðagjaldeyrirsjóðs. Með þessari efnahagslegu óstjórn, sem áróðursmenn bandaríska auðvaldsins kalla „frelsi“, er verið að vinna að því að gera ísland að efnahagslegri nýlendu al- þjóðaauðvalds í krafti skuldaklafans. Það sem er lífsnauðsyn fyrir ísland hvað efnahagslífið snertir er: heildar- stjórn á þjóðarbúskapnum út frá sjónar- miði sjálfstæðis og hagsýni, — og þá fyrst og fremst heildarstjórn á fjárfestingunni, þar sem segja má að raunverulegir efna- hagslegir glæpir hafa verið drýgðir. 1 staðinn fyrir rannsóknarstofnanir og verksmiðjur í sambandi við úrvinnslu t.d. fiskinnyfla, sem nú er hent í sjóinn, þótt dýrmæt hráefni sé þar að finna, eru reistar fyrir hundruð miljóna króna óþarfar verslunarhallir og skammsýnir ráðherrar afsaka sig svo með að ekki séu til pening- ar í það nauðsynlegasta, meðan miljón- um króna er hent í brask-hallirnar. Og svo er níðst á alþýðu manna, fyrst og fremst þeim, sem erfiðast eiga, til þess að allt óhóf og hringavitleysa yfirstéttar- innar fái að halda áfram að færa þjóðina nær og nær glötunarbarminum: í skulda- fangelsi amerískra harðstjóra, sem nú leika Suður- og Mið-Ameríku svo hart að við uppreisn örfátækrar alþýðu liggur, sem rúin hefur verið inn að skyrtunni og blasir hungurdauðinn þar við miljónum barna, — fórnarlamba hins bandaríska Mammons. Það er engin þörf fyrir þá 80.000 ís- lendinga í A.S.Í. og B.S.R.B., sem halda íslensku yfirstéttinni uppi með vinnu sinni, að láta bjóða sér þær kauplækkanir og at- vinnuleysi, sem skammsýn stjórnvöld yfirstéttarklíkunnar eru að leiða yfir hin- ar vinnandi stéttir. Það er tími til kominn að reka þá klíku frá völdum, en skapa að nýju farsælt ísland m.a. í samstarfi við þá fáu menn í atvinnurekendastétt, sem sýna framsýni og stórhug, og við þá vís- indamenn vora, sem nú tala fyrir daufum eyrum við skammsýna valdhafa. y. Fj ölmiðlunarrisi forheimskunarinnar En til þess að sætta þann stóra hluta al- þýðunnar, sem fengið hefur að finna fyrir kaupráni, atvinnuleysi og neyð, við það 203

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.