Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 32

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 32
EINAR OLGEIRSSON: Getum vér sigrað í þjóðfrelsisbaráttunni „Frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni á Iandsins féndur. “ EINAR BENEDIKTSSON f „ALDAMÓT“ nýju? ísland hefur nú verið hertekið1 og þjóðin kúguð2 í 42 ár af bandarísku hervaldi og auðvaldi, miskunnarlausustu og grimmustu mafíu-stétt jarðarinnar eins og múgmorðin í Hiroshima,, Nagasaki og Víetnam best sýna. Bandarískt hervald tók ísland herskildi 1941 í krafti hótana og úrslitakosta breska hersins, er hafði skuldbundið sig til að afhenda Bandaríkjunum landið til framtíðaryfirráða. — Málamyndasamningurinn, er ríkisstjórn íslands var kúguð til að gera í júnílok 1941 með 24 klukkutíma úrslitakostum (frásögn Hermanns Jónassonar forsætisráðherra) var síðan svikinn af Bandaríkjastjórn 1945, er hún neitaði að fara með herinn af landi burt — eins og „samningurinn“ ákvað — og Bandaríkjastjórn heimtaði 1. okt. 1945 þrjár herstöðvar — stóra hluta af ís- lenskri grund — undir alger amerísk yfirráð í 99 ár. Þar með sýndi Bandaríkja- stjórn að frá upphafi ætlaði hún sér Island sem bandaríska herstöð, — jafnvel gegn Evrópu, ef rauð yrði. Nato var ekki til og hefur aldrei verið nema gríma Kanans gagnvart íslendingum, af því kynslóðin, er stofnaði lýðveldið 1944 var treg í taumi, er um afsal lands og sjálfstæðis var að ræða, — svo treg að Kaninn varð að láta sér nægja Keflavíkursamninginn, uns hann hertók landið aftur 1951. En árin 1947-50 voru notuð til að festa í sessi bandaríska drottnun yfir efna- hagslífi íslendinga með Marshallsamningnum, stórlækka kaup verkamanna með því að hækka dollarinn úr rúmum 6 krónum í rúmar 16 og fyrirskipa fjármála- valdinu á íslandi að beita þeirri arðránsaðferð næstu áratugi, — og koma á at- vinnuleysi 1950 með því að svifta íslendinga frelsi til að byggja sér íbúðarhús. Bandaríska auðvaldið ætlaði líka á þessum árum að koma sér upp einkaauð- valdi á íslandi, er verið gæti tryggur varðhundur þess, en það tókst ekki þá. Sem- entsverksmiðjan og áburðarverksmiðjan urðu ríkisverksmiðjur. Enn var yfirstétt íslands ekki svínbeygö undir amerískt vald. 224

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.