Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 36
Það sást hve mikið og lífseigt þýlyndið var, einkum hjá yfirstéttinni, er meiri- hluti Alþingis og samninganefndar var samþykkur „uppkastinu“ er innlimað hefði ísland í Danaveldi 1908. En þá naut ísland þeirra Skúla Thoroddsen og Björns Jónssonar og þeirrar alþýðu, er með þeim stóð og felldi — í fyrsta sinn, er hún fékk að kjósa leynilega, — þann ógæfusamning, „uppkastið“. En blekkingar, hótanir og loforðasvik þess óvinar, er nú hefur hertekið land vort, eru svo miklu ósvífnari en framferði hins danska valds, þó oft væri illt, að þjóðin áttar sig ekki á hvílíka fanta hún á við að eiga. Meirihluti Alþingis samþykkti inn- gönguna í Nato 1949 undir þeirri for- sendu, að hér væri aldrei her á friðartím- um (og Nato kvað nú hafa „tryggt frið“ í 30 ár, segja þeir!) Bjarni Benediktsson skrifaði þá í Morgunblaðið eftirfarandi þann 22. mars 1949: „Yér skýrðum rækilega sérstöðu okkar sem fámennrar og vopnlausrar þjóðar, sem hvorki geti né vildi halda uppi her sjálf og mundum vér því aldrei sam- þykkja, að erlendur her né herstöðvar væru á landi okkar á friðartímum. Dean Acheson utanríkisráðherra og starfs- menn hans skildu fyllilega þessa afstöðu okkar. Er því allur ótti um það að fram á slíkt verði farið við okkur, ef við göngum í bandalagið, gersamlega ástæðulaus.“ Tveim árum síðar, 1951, hertók Banda- ríkjaher ísland og hefur sem innrásarher haldið hér herstöðvum síðan þvert ofan í loforð og lög. Það er engin sú svívirða til sem bandarískur her ekki leyfir sér, er herrum hans býður svo við að horfa. Sagan mun síðar leiða í Ijós, hvílíkum blekkingum og hótunum þeir valdamenn íslendinga þeirrar kynslóðar, sem nú er óðum að hverfa, hafa verið beittir til að samþykkja í orði kveðnu ofbeldisverk bandaríkjahers. En þeir voru þó menn, sem alist höfðu upp með sjálfstæðishug- sjón Islands í brjósti og gengu ófúsir til illverka þeirra. En hverju megum vér þá búast við af þeirri kynslóð yfirstéttar, sem enga sjálf- stæðishugsjón þekkir og einblínir þar að auki á Watergate-gróðann? Skyldu þau amerísku þý — ef þau hefðu vald til — ekki reiðubúin til að samþykkja herstöðv- ar til 57 ára nú (42 + 57 = 99), ef Kaninn krefðist, — fremja þá svívirðu, er hindr- uð var 1945, ekki hvað síst vegna hat- rammrar andstöðu Sósíalistaflokksins og þeirrar alþýðu og ágætu föðurlandsvina, er upp risu með honum til mótmæla þá? Hættan, sem nú vofir yfir, er því geig- vænleg: Að ábyrgðarlausir leppar amer- ísks hervalds bindi íslenska þjóð um ára- tugi sem hugsanlegt fórnarlamb og ísland sem herstöð og skotspón í því árásar- stríði, sem „hervalds- og stóriðju-klíka“ Bandaríkjanna allt frá því 1946 hefur búið sig undir að heyja.4 Spurning um að þjóð vor öðlist fullt þjóðfrelsi og alger yfirráð yfir landi sínu, ein og sjálf, — og það sem fryst, — getur því verið spurningin um líf eða dauða ís- lenskrar þjóðar. ♦ Setjum svo að oss takist með tímanum að sameina meirihluta þjóðarinnar í þjóð- frelsisbaráttunni og Alþingi segi ísland úr Nato og reki herinn á brott. Þar er vissu- lega við ramman reip að draga, því kap- ítalisminn gerir hjartað kalt og auðvalds- blöðin hugann heimskan. En segjum samt að Islendingurinn sigri í þjóðarsál- inni. 228

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.