Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 10
samninga um neitt, sem brýtur í bága við bráðabirgðalögin. Sérhver tilraun til að telja fólki trú um slíkt er blekking, sem aðeins minnkar viðnámsþrótt verkafólks- ins og eykur ráðrúm auðvaldsins til að herða tökin enn meir. Til að rétta hlut sinn verður verkafólk- ið óhjákvæmilega að láta hart mæta hörðu. Eingöngu með hörðum baráttuað- gerðum getur verkalýðsstéttin hnekkt bráðabirgðalögunum og neytt rikisstjórn- ina til undanhalds. Þess vegna er nauðsynlegt að sem allra stærstur hluti verkalýðsins sameinist um harðar aðgerðir gegn bráðabirgðalögun- um.“ (Hún var hörð baráttan hjá Sókn fyrir tæpum 50 árum, eigi aðeins um að fá starfsstúlkumar inn í Sókn og halda þeim þar, þrátt fyrir fjandskap sumra atvinnu- rekenda, heldur ekki síður fyrirsæmilegu kaupi. Hvaða aðferð hinir hákristnu nas- istaforingjar í Ási beittu þá, má lesa í Yerkalýðsblaðinu 5. júní 1935 og er frá- sögnin Ijósmynduð hér á síðu 200. Þá var beitt lögreglu og brottrekstrum gegn verkakonum, sem eigi vildu sætta sig við kaupkúgun. Nú — 1984 em aðfarirnar miklu fínni: Hin „hálýðræðislega“ Nato-stjórn stelur bara einum þriðjung af umsömdu kaupi starfsstúlkna handa atvinnurekendum með bráðabirgðalögum. — Drjúgur „þjófalykill“ slík „lög“. — Og jafnframt er staifsstúlkum á spítölum hótað at- vinnuleysi, ef braskarar sæju sér hag í að láta vinna verk þeirra með ódýrari hætti.) III. Atvinnuleysið Það er greinilegur áhugi hjá valdaklík- unni að koma hér á stöðugu atvinnuleysi og treyst á að við það myndi viðnáms- þróttur launafólks minnka. Minnkandi sjávarafli er notaður sem yfirskyn. Á sama tíma eru fiskiskipin lát- in kasta lifrinni og innyflum fiskanna fyrir borð,— miljóna verðmætum hent í sjóinn. — Vafalaust verður í framtíðinni að leggja mikla rækt við fiskeldi, ekki aðeins laxa, heldur og þorsks, þótt lengri tíma taki. En grunsamlegt er hvernig vissir „hag- spekingar“ ræða um stóriðju, mest er- lenda, sem „lausn“ á atvinnuleysi. Hér er auðsjáanlega verið að reyna að ryðja er- lendum auðhringum braut og gefa þeim íslenska raforku en steypa þjóðinni í enn meiri skuldir í dollurum. Álverið illa í Straumsvík ætti að vera viðvörun þeim sem vilja sjá. Við íslendingar eigum einmitt að nota hugvit okkar eins og við frekast getum, en ekki gefa burt dýrmæta raforku fram- tíðarinnar. Og á því sviði eru mögu- leikarnir margfaldir, ef aðeins er vilji og vit hjá þeim, sem ráða til að hagnýta þá. Skal þetta mál ekki rætt ýtarlegar nú, en aðeins minnst á eitt: Við stöndum mitt í stórfelldustu tækni- byltingu veraldarsögunnar: örtölvubylt- ingunni. Fjöldi manna á íslandi, líka „ólærðir“ hafa þegar sýnt af sér snilli í uppfindingum á tölvusviðinu. Það eru gíf- urlegir möguleikar til útflutnings á tölv- um — og framleiðslan á þeim er ekki bundin við neina stóriðju. Þá má fram- leiða þær í litlum fyrirtækjum, ef aðeins er áhugi fyrir að útvega markað. Svíar framleiða tölvur, allt upp í „vélmenni“ í stórum stíl — og stærsti útflutningsmark- aður þeirra eru Sovétríkin. Vafalaust gætu lslendingar aflað sér stórmarkaðs þar og víðar á þessu sviði. ef vit og vilji er til. — En sannleikurinn er að þjónar 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.