Réttur


Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 29

Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 29
urinn af þeirri för mjög góöur: Sovétríkin keyptu af íslendingum vörur, fyrst og fremst síld og annan fisk í stórum stíl og borguðu megnið af vörunum í dollurum: 1946 nam salan til Sovétríkjanna tæp- um 58 milljónum króna (57.672.00 kr.) eða 19,8% af útflutningi íslands. — Inn- fluttar vörur frá Sovétríkjunum voru þá aðeins 2% af innflutningi íslands eða rúmar 9 milljónir króna. 1947 nam salan til Sovétríkjanna rúm- um 54 milljónum króna (54.245.000 kr.) eða 18,7% af útflutningi íslands. Inn- flutningur var hinsvegar aðeins 1,7% eða tæpar 9 milljónir króna (8.933.000 kr.). — Og þá var dollarinn rúmar 6 krónur. Sovétríkin voru bæði þessi ár næstmesti viðskiptaaðili íslands hvað útflutning ís- lendinga snerti. (Bretland var hærra með ca. 36% bæði árin.) En nú greip ameríska auðvaldið inn í málið. Það sá að Sovétríkin myndu verða íslandi efnahagslegur bakhjarl í frelsis- baráttu vorri við bandaríska stórveldið ef svo færi sem horfði. Bandaríkin knúðu og blekktu íslend- inga til þess að gera Marshallsamninginn, sem færði í rauninni efnahagsyfirráðin á íslandi í hendur bandarískra auðdrottna. 1 krafti þessa „samnings“ var íslend- ingum ekki aðeins bannað að byggja sér íbúðarhús nema með leyfi fjárhagsnefnd- ar í Reykjavík (sem stóð undir yfirstjórn bandarískra herra), — heldur voru og viðskipti við Sovétríkin brotin niður: 1948 var útflutningur íslands til þeirra aðeins 1,5% af útflutningnum og síðan ekkert, er nokkru næmi þar til 1953. — Það átti að gera ísland að hlýðinni bandarískri nýlendu og herstöð, — koma á atvinnu- leysi, launalækkun og fátækt, svo Islend- ingar lærðu að beygja kné sín fyrir hinum ameríska drottni og dollurunum hans, en 1950 var dollarinn hækkaður í rúmar 16 kr. og landið hertekið ári síðar. En sú kynslóið, er endurreisti lýðveldið eftir 6 alda erlend yfirráð, reyndist hinum nýja erlenda drottni nokkuð óþjál öðru hvoru. Vinstri stjómin (1956-9) kom aftur á stórfelldum viðskiptasamningum við Sovétríkin, eins og nýsköpunarstjórnin forðum, þannig að 1959 voru viðskiptin við Sovétríkin orðin 20% bæði hvað inn- flutning og útflutning íslands snerti. — Það sýndi sig þá að hægt var að afnema atvinnuleysið og tryggja íslandi öruggan viðskiptalegan bakhjarl með viðskiptum við Sovétríkin. Nú þegar auðvaldskreppan færist yfir löndin með atvinnuleysi og fátækt, þá er íslandi nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að efla stórum markaði fyrir afurðir sínar í Sovétríkjunum. Amerískir auðdrottnar og þjónar þeirra munu vissulega ekki líta slíkt hýru auga. En ætla Islendingar að láta þá ráða ör- lögum sínum og afkomu? SKÝRINGAR: 1 Sjá „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar", bls. 184-186. 221

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.