Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 35
innar í atómstríði vofa yfir oss. En margt getum vér af fyrri frelsisbaráttu lært bæði til fyrirmyndar og varnaðar. ♦ Fyrsta skilyrði er að vér íslendingar séum sjálfir menn, er horfa raunsætt og djarft á aðstæður allar, þurrkum blinduna af augum þess mikla hluta þjóðarinnar, sem hefur látið blekkjast, og hagnýtum síðan öll þau tækifæri, er gefast kunna til að feta leiðina fram til frelsis, — svo sem vér urðum að gera fyrrum. Skilyrðin til þess að vér getum þetta er að vér íslend- ingar séum sjálfir menn en ekki undir- lægjur skríðandi fyrir þeim, er skoða sig drottna vora, útvalda herraþjóð, er ráða eigi örlögum vorum og annarra. Vér skulum ekki láta hugfallast þó valdhafar lands vors og yfirstétt gerist spillt og verði undirlægjur innrásarhersins og valds hans. Svo var og fyrrum, á dögum danskrar drottnunar, er Jón Sigurðsson forseti, fyrirrennarar hans og arftakar, hófu að vekja þjóðina og hvetja hana til baráttu. Jón Sigurðsson reit í sjálfu Ávarpinu tii íslendinga“ 1849: „En máske menn bíði þess, að hinir svonefndu fyrirliðar þjóðarinnar, yfir- völdin, gangi á undan og leiði þá til frelsis og farsældar? — Þá megið þér að vísu lengi bíða, bræður góðir! Því svo er langt frá, að þeir séu líklegir til að gerast oddvitar, að þeir fara varla í flokk yðvarn, nema neyðin þrýsti að þeim, það leiðir af stöðu þeirra og hugsunarhætti, um það mætti reynslan hafa sannfært oss nógsam- lega“. Og Jón Sigurðsson er ómyrkur í máli um hversvegna eigi sé forustu að vænta frá yfirvöldum og embættismönnunl. Hér Jón Sigurðsson forseti skal minnt á nokkrar glefsur úr bréfi hans til Gísla Hjálmarssonar 6. sept. 1856 þar um: Eigi sé hægt að reiða sig á embættis- mennina „síst þá, sem eru í æðri stöðum. Þeir álíta sig selda og eru það.“ „Þeir eru góðir að vaka yfir ancienni- teti sjálfra sin, en ekki yfír réttindum þjóðarinnar.“ „Mér fínnst nú að allt bendi til þess að alþýðan á Islandi sé það eina, sem megi fá vit úr og kenna vit.“ Og svo mun það vera enn. En á hinni löngu leið, er margt að varast, — sem og forðum, — því tæpt var — og verður — það oft að hinir hlýðnu og þýlyndu herrar geti bundið þjóðina á aldarok, ef alþýðan og hennar bestu menn eru ekki á verði. 227

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.