Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 17
Haukur Björnsson 1906 — 1983 Þeim fækkar nú óðum, er brautina ruddu fyrir hugsjónum og hreyfingum sósíal- ismans og kommúnismans á íslandi. Þann 21. október 1983 lést Haukur Björnsson, einn af bestu og eftirminnilegustu félögunum úr þeim hópi. Haukur var fæddur í Berlín í Þýska- landi 27. júlí 1906. Foreldrar hans voru Baldvin Björnsson. gullsmiður og Marta Clara Björnsson, þýsk kona og var Haukur alla tíð jafnvígur á þýsku sem ís- lensku. Baldvin faðir hans var listamaður mikill og hefur sú gáfa hans gengið í arf til ýmissa af eftirkomendum hans. Hjálp- samur var Baldvin og, m.a. dvaldi Jónas frá Hriflu á heimili hans, er hann á fyrsta áratug aldarinnar var fátækur að afla sér þekkingar á þjóðfélagsmálum og fleiru erlendis. Árið 1915 flutti Baldvin með fjölskyldu sína heim til íslands og settust þau fyrst að í Reykjavík, en 1923 flutti Baldvin með fjölskylduna til Vestmannaeyja, nema Haukur varð eftir í Reykjavík, því hann var þá kominn í Menntaskólann og hélt skólagöngu áfram þar til 1926 að hann fluttist líka til Eyja. En áhugi Hauks á sósíalisma — og það hinum róttækustu formum hans, var þá þegar vaknaður. Máske hefur fjölskyldan flutt þau áhrif með sér frá Þýskalandi og trúlegt þykir mér að hin framúrskarandi skinulagsgáfa Hauks, sem einkenndi hann frá upphafi, sé ekki hvað síst þýskur arfur móðurættarinnar. Haukur var sem sé strax 16 ára byrjað- ur að starfa af fullum krafti og gerist 1922 einn af stofnendum fyrstu kommúníst- ísku samtakanna, sem mynduð voru á ís- landi: Félags ungra kommúnista. En það var stofnað 23. nóvember 1922, er ár var liðið frá handtöku Ólafs Friðrikssonar og þeirra félaga í „hvíta stríðinu“. í stjórn með Hauki voru þeir Arni Guðlaugsson, Hendrik Ottósson og Jafet bróðir hans og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, sem á þess- um árum gekk alltaf undir nafninu V.S.V. í hreyfingunni. — Síðar voru stofnuð slík félög víðar og svo 1924, Sam- band ungra kommúnista og var Haukur, sem einnig hét því þýska nafni Sigfried og gekk stundum undir því, með í stjórn S.U.K. ásamt þeim Arsæli Sigurðssyni, Brynjólfi Bjarnasyni, Hendrik Ottóssyni og V.S.V. — S.U.K. hóf útgáfu blaðsins „Rauða fánans“, er kom fyrst út 1. maí 1924. Komu alls út 7 tölublöð af þessu blaði, en dó svo út. En 1928 var útgáfa „Rauða fánans“ hafin að nýju og var Haukur þá ritstjóri 209

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.