Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 25
stakir í sinni röð, svo ólíkir þeim þurru stjórnmálafundum, sem enn tíðkuðust þá hér á landi. Flokkurinn hélt t.d. tvo fndi í Gamla Bíói fyrir kosningarnar og Haukur bauð kjósendum ekki bara góða ræðumenn. Hann lét og útbúa skuggamyndir úr kosn- inga-myndabók Helga Hálfdánarsonar „Heyr mitt ljúfasta lag“ og sýna — og Jó- hanncs úr Kötlum las upp nýort baráttu- ljóð. Og aðgangurinn var seldur að kosn- ingafundi, — á 25 aura, — og húsið tví- vegis yfirfullt. Kosningadagsnóttina vorum við margir heima hjá Hauki og Marci í Bergstaða- stræti, því við höfðum lokað kosninga- skrifstofunni, vorum ekki alltof bjartsýnir á sigur, því atkvæðatala flokksins varð að vaxa úr 1100 (1934) upp í mikið yfir 2000, ef sigur átti að nást. Undir morguninn var ljóst, áður en utanbæjaratkvæði voru tal- in að við höfðum sigrað. Haukur sagðist ekki trúa því, hann hafði verið í barna- skólaportinu allan daginn og næstum gleymt að kjósa, og rök hans voru: „Það voru ekkert nema E-listabílar“ (íhaldið var með E-lista), við vorum með D — og enga bíla! En það var mikill fögnuður, er allt varð ljóst, og K.F.Í. hafði m.a.s. fengið 5. þm. Reykvíkinga, þeir voru þá sex, yfir 2700 atkvæði — og alls 3 komm- únista inn á Alþingi íslendinga. Við Haukur unnum saman daglega mestallan þann tíma, er K.F.Í. starfaði. Ég kynntist honum því ekki aðeins sem góðum vin og framúrskarandi félaga, heldur og hans sjaldgæfu mannkostum: skipulagsgáfunni miklu, áróðursmættin- um, snarræðinu og fádæma starfsþreki. Lúðvík Jósepsson hefur í minningar- greininni í Pjóðviljanum lýst vel síðari hluta ævi hans, þar sem ekki hvað síst reyndi á fjármálavit hans — og þess var vissulega alltaf mikil þörf í hreyfingu okkar, bæði fyrr og nú. Með Hauki Björnssyni er kvaddur einn atorkusamasti félaginn á þrem hörðustu baráttu-áratugum Alþýðuflokksins, Kommúnistaflokksins og Sósíalista- flokksins (1920-50), félagi, sem ætíð var í fremstu víglínu, er tekist var á við aftur- hald þess tíma. Marci eru sendar innilegustu samúðar- kveðjur og þakkir fyrir allt, sem hún og var okkar hreyfingu. EINAR OLGEIRSSON Haukur á efri árum 217

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.