Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 39
Pað er sterk andúð gegn þessari klíku og helstefnu hennar í sjálfum Bandaríkj- unum. Pað verkfæri klíkunnar, sem nú situr þar í valdastól, er aðeins kjörið af um fjórðungi kosningabærra manna. Porra vitrustu manna Bandaríkjanna blöskra glæfrabrögðin. Það er engin vissa fyrir að til lengdar verði þar við völd slíkir menn, sem að fyrirmynd Hitlers ætla að fórna lífi tugmilljóna amerískra ungmenna til þess að reyna að „útrýma kommúnismanum". Þjóðin þar vestra man enn Vietnam — og á hverju ári fæð- ast æ fleiri vansköpuð börn þeirra her- manna, er voru látnir sá eitrinu yfir skóga, ekrur og mannfólk í Vietnam — með hræðilegum afleiðingum. Eigi aðeins kirkjuþing og kommúnistar andmæla fyrirætlunum valdaklíkunnar, borgaralegir stjórnmálamenn innan þings sem utan rísa og gegn glæfrunum, jafnt Fulbíight5 sem Kennedy. Það sem allt veltur á —jafnt líf þjóðar vorrar sem mannkyns alls, — er að hindra að meðan þessi glæfraklíka enn er við völd í Bandaríkjunum hefji hún þá styrjöld, er yrði líklega hin síðasta í sögu mannkynsins, — af því mannkyn yrði að henni lokinni ei lengur til. — Og það er aðeins eitt, sem heldur aftur af þessari klíku að hefja stríð: hún er ekki viss um að vinna það, — það gæti eins orðið sjálfsmorð allra. Og það er aðeins eitt sem hún óttast í því efni: að Sovétríkin væru jafnsterk henni, er hún réðist á þau. Glæpamenn vilja ránsfeng — ekki dauða- dóm. „Hernaðar- og stóriðju-klíka“ amer- ísku milljónamæringanna eru jafnt fjend- ur bandarísku þjóðarinnar sem okkar. Þeir Bandaríkjamenn sem á móti henni berjast eru óbeinir bandamenn vorir í frelsisbaráttunni — og það þó þeir þekki vart Island. En það gera þeir þó sumir. W. Fulbright, löngum formaður utanrík- ismálanefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings, kom hingað heim og hélt hér ágætan fyrirlestur í Háskólanum fyrir all- mörgum árum. Vér megum ekki gleyma því íslending- ar að einnig á dögum hins danska kúgun- arvalds áttum vér bandamenn í Dan- mörku sem studdu oss drengilega í þjóð- frelsisbaráttunni, menn eins og Rasmus Kr. Rask og Balthazar Christensen.6 IV Það veltur allt á því að halda hjartanu heitu og huganum heiðum En hvað skal gera, ef vér íslendingar krefjumst valdsins yfir landi voru, náum meirihluta á Alþingi og myndum ríkis- stjórn þjóðfrelsis, meðan stríðsgróðaklík- an enn hefur völdin í Washington og lætur her sinn sitja hér kyrran — og undirbýr aðgerðir til þess að auðmjúk þý hennar kæmust hér til valda á ný? Ég var mjög lengi trúaður á að forseti Bandaríkjanna myndi virða það, að ís- land segði upp „varnarsamningum“ og færi úr Nato. Og ég held enn að forsetar eins og Eisenhower sem varað hafði við þeirri hættu sem lýðræði Bandaríkjanna stafaði af „hernaðar- og stóriðju-klík- unni“ og John Kennedy sem tók við af honum hefðu gert það. Þeir létu ekki herforingjana fá að tala að vild í nafni ríkisins, enda mun líklega CIA hafa séð um að myrða Kennedy. En þegar völd hernaðar- og stóriðju- mafíunnar eru orðin slík sem nú og „fíg- úrur“ af tagi Reagans sestir í forsetastól, 231

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.