Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 40

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 40
þá efast ég því miður um að ríkisstjórn Bandaríkjanna standi við orð sín, heldur býst við því að hún beiti ofbeldi í einni eða annarri mynd. Hvað myndum vér þá gera? Vér myndum kæra framferði valdaklík- unnar frammi fyrir öllum þeim, sem ein- hver von væri um að hlustuðu á oss og fordæmdu verk Bandaríkjastjórnar. Að líkindum yrðu Færeyingar og Grænlend- ingar þá samferða okkur, því þær þjóðir vilja báðar losna við hernámið. Kæra til Sameinuðu þjóðanna vekti heimsathygli, þó ei kæmi til aðgerða vegna neitunarvalds Bandaríkjastjórnar. En á Norðurlöndum myndum vér mæta ríkri samúð og skilningi, fyrst og fremst í Svíþjóð og Finnlandi, en einnig í Dan- mörku og Noregi, þó ítök amerísku valdaklíkunnar séu sterk hjá vissum aðilj- um þar. Sú manndáð fámennrar, varnarlausrar þjóðar að krefjast frelsis síns af voldug- asta stórveldi heims myndi vekja virðingu fyrir henni og vér mundum eignast beina og óbeina bandamenn um víða veröld, þótt lítt gætu þeir máske aðhafst til að knýja Bandaríkin til að standa við svo- kallaða samninga sína. Voldugasti óbeini bandamaðurinn yrði undir slíkum kring- umstæðum Sovétríkin eins og í þorska- stríðinu við Breta. Og hvaða afstöðu, sem menn svo annars taka til Sovefríkj- anna, þá er vert að muna að óvinur versta óvinar þíns er alltaf óbeinn bandamaður, hvað sem öllu öðru líður. Það mættu þeir menn muna, er af mestri vanþekkingu og ofstæki rita nú um Sovefríkin að án herstyrks þeirra og gíf- urlegra fórna (20 milljónir manna féllu), hefði nasisminn lagt undir sig ásamt jap- önum mestallan gamla heiminn í síðasta stríði, — og án herstyrks þeirra nú hefði „hernaðar- og stóriðju-klíka“ Bandaríkj- anna fyrir löngu hafið atómstríð. Hver þjóð verður að þekkja sinn kúg- ara og ekki víla fyrir sér að hagnýta það tækifæri, er gefst til að aflétta kúgun hans, ekki síst, ef hann er sterkari en þjóð sú,,er berst fyrir frelsi sínu. Bandaríkjamenn sýndu þetta best, er þeir gerðu uppreisn fyrir rúmum tveim öldum og hófu frelsisstríð sitt gegn fram- sæknasta stórveldi samtímans, að þeir víl- uðu ekki fyrir sér að fá að beinum banda- mönnum, er mikla liðveislu veittu, tvö helstu einvaldsríki Evrópu, Frakkland og Spán — sem hötuðu England. Peir, sem sjálfir eru smáir, verða að kunna að nota sér hver þau tækifæri, er gefast, þegar um frelsi þjóðar er að tefla. ♦ Svo er hitt hvað gerir Bandaríkjastjórn af núverandi tagi, ef ísland stendur á rétti sínum? Það er ómögulegt að segja til hvaða ill- verka gerspillt Bandaríkjastjórn kynni að grípa til að troða vilja þjóðar vorrar undir fótum. Hún kynni að láta fremja illvirki á eigin mönnum, kenna íslensku ríkisstjórninni — og hertaka þá landið. Það var aðferð hennar 18987 í spánska stríðinu („En svo sprakk Main í Kúbu höfn“. St.G.) Hún kynni að láta sökkva einu skipa sinna og kenna hernámsandstæðingum, sbr. Tonk- in-flóa-atburðinn, sem hún notaði til að hefja 7 ára morð- og eiturstríð sitt gegn þjóð Vietnam. — Hún kynni að beita bresku aðferðinni frá 1941: hindra út- komu stjórnarblaða, flytja allmarga þing- menn og ritstjóra þeirra í amerísk fang- elsi, — auðvelda svo leppblöðum sínum, 232

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.