Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 33

Réttur - 01.10.1983, Page 33
Síðan eru liðin meir en 30 ár. Nú drottnar á íslandi örfámenn yfirstétt miljónamæringa, sem í krafti amer- ísks mútufjár hefur orðið ríkasta yfirstéttarkiíka, er nokkru sinni hefur drottnað á Islandi. Undir forustu hennar leggur atvinnurekendastéttin til harðvítugustu árásar á alþýðu, er íslensk saga þekkir en framkvæmir samtímis heimskulegustu efnahagspólitík, sem hugsast getur og er að ofurselja ísland kreppu og atvinnu- leysi auðvaldsheimsins. Meirihluti núlifandi íslendinga er fæddur og vaxinn upp í hernumdu landi. Á þeirri kynslóð hefur dunið síbyljuáróður frá morgni til kvölds í útbreiddustu blöðum landsins, sem hermangsbraskarar eiga, og í útvarpi og sjónvarpi þar sem hernámsflokkar hafa meirihluta, og þjóðinni látlaust talin trú um að hernámsrík- ið sé verndari vor, — þegar allar ráðstafanir þess miða að því að íslenskri þjóð verði útrýmt í því kjarnorkustríði, sem „hervalds- og stóriðju-klíka“ Bandaríkj- anna undirbýr. Tæpar sex aldir máttum vér þola nýlenduþrælkun af yfirstéttum frændþjóða vorra, sem ásamt náttúruhamförum gekk svo nærri lífi þjóðar vorrar að fimm öldum eftir missi sjálfstæðisins lifðu aðeins um 38 þúsund Islendingar á eyju vorri, sveltir og rúðir inn að skinni af hinu erlenda valdi. I Hernumið land, herstöð í árásar- stríði Bandaríkjahers Hið bandaríska hervald lagði ísland undir sig með kaupum við bresku stjórn- ina á svipaðan hátt og hervald það fékk um líkt leyti allar herstöðvar Breta í Vesturheimi til 99 ára fyrir 50 tundur- spilla, ísland hefur vafalaust átt að fylgja með í þeim kaupum, — þá hertekið af Bretum, — og því kröfðust Bandaríkin hér herstöðvar til 99 ára, er þau 1945 svikust um að flytja her sinn af landi brott. En íslendingar höfðu þá enn manndáð til að neita landræningunum. Þeim var ljóst til hvers átti að nota landið: ísland átti að verða gífurleg herstöð í því árásar- stríði, sem bandarískir herforingjar undirbjuggu þá gegn Sovétríkjunum „til útrýmingar heimskommúnismanum“ að hitlerskri fyrirmynd3. En með svikum og hótunum hefur bandaríska hvervaldið náð æ sterkari tökum á íslensku landi og þjóð — og herðir þau tök æ meir. Kemur þá eðlilega upp í huga manns aðvörun sú, er Halldór Laxness leggur Arnas Arnæus í munn, er þýðverskt kaupmannavald falaðist eftir að fá ísland keypt forðum daga: „Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn ganga í lið með henni eins og því dýri, sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið Hamborgar- menn munduð færa oss íslenskum maðk- 225

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.