Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 43
Dómur William Fulbright um núverandi Bandaríkjastjórn. W. Fulbright, sem var formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Banda- ríkjaþings 1959-1975 átti viðtal við „Weltwoche“ í Sviss 8. júní sl. og sagði m.a. eftirfarandi, er blaðið spurði hann um álit hans á yfirstandandi „erfiðleikum í al- þjóðamálum“ (,,Krise“) í samanburði við Kalda stríðið. „Það, sem við sjáum nú, álít ég mjög varasamt, af því það eru óreyndir menn, sem stjórna Bandaríkjunum. Peir þekkja ekkert til fortíðarinnar, hvorki grunar þá né vita hvað áður hefur gerst í sam- skiptum Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Mestu áhrifamennirnir í Hvíta hús- inu, þeir sem móta utanríkispólítíkina, eru allt nýir menn (newcomers). Þeir hafa enga reynslu frá fyrri stjórnartíð og það gerir málið allt hættulegt. Þeir koma frá Hollywood og meðhöndla deilumál á Hollywood-vísu. Mér finnst það mjög sorglegt að svo stórkostlegt land sem Bandaríkin hafi svo ófært stjórnmála- kerfi, að fáráðlingar geti orðið forustu- menn þjóðar. Ég þekki enga ríkisstjórn þar sem slíkt ástand ríkir. Petta er annar forsetinn í viðbót sem hefur ekki snefil af reynslu í alþjóðasamskiptum. Ég er hræddur um að við séum á öfugri leið. Ég trúi á það sem við áður fyrr kölluðum „detente“ (spennuslökun). Ákveðin slökunarstefna var framkvæmd 1972, þegar Nixon forseti hitti herra Breshnew og þeir náðu samkomulagi á ýmsum sviðum. Verslunarsamningur var gerður, Salt I og ýmsir samningar um samstarf í lyfjafræði, geimkönnun og umhverf- isvernd og auk þess var tekin ákvörðun um ýmis sameiginleg rannsóknarefni. Pað er leiðin til betri samkipta.“ 235

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.