Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 42
bindi hendur hennar og eignist að nýju þjóðarleiðtoga andlega í ætt við Abra- ham Lincoln og Franklin D. Roosevelt. Og þá yrði bjartara um framtíð heims og frelsi íslendinga. SKÝRINGAR: 1 Sjá m.a. greinina í „Rétti“ 1974, „Upphaf bandarískrar ásælni gagnvart fslandi“, bls. 108- 129, einnig greinina „Frá Mammonsríki til morðríkis" í „Rétti", 1970, bls. 56-61 og grein í „Rétti“ 1981, bls. 51-52. 2 Munið bannið við íbúðabyggingum og fyrirskip- unum um að svara kauphækkunum verkamanna með hækkun dollarans, eftir að dollarinn 1950 var hækkaður úr rúmum 6 krónum í meir en 16 kr. Sjá og „rammaklausuna" „Ameríska patent- ið“ í „Rétti“ 1976, bls. 249, og munið að dollara- hækkanirnar eru líka arðráns aðferðir ameríska auðvaldsins gagnvart öðrum þjóðum. 3 Sjá greinina „Bandaríkin afhjúpa sjálf þær blekkingar, sem Nato byggist á“, í „Rétti“, 1979, bls. 154-157. 4 Ein besta bók, sem rituð hefur verið um „hern- aðar- og stóriðju-klíkuna", er bók Fred J. Cook, „The Warfare State“, gefin út í London 1963. í formála segir Bertrand Russel um hana að hún sé „eitthvert mikilvægasta og einnig mest ógn- vekjandi skjal, sem ég hef lesið.“ Og í lok for- málans segir hann: „Ef það eru enn mannverur lifandi í heiminum í lok þessarar aldar, þá er Mr. Cook einn af þeim mönnum, sem þær mega þakka fyrir að vera til.“ 5 William Fulbright átti 30 ár sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings (1945-1975) og var 1959-1975 formaður utanríkismálanefndar. „Réttur" hefur áður sagt frá ritum hans: „The arrogance of power“, 1966 og „The crippled giant“, („Risa- krypplingurinn"), 1972 þar sem hann gagnrýnir pólitík valdaklíkunnar bandarísku óvægilega. 6 Það er gott að minnast kvæðis Þorsteins Erlings- sonar um R. Kr. Rask og alls þess hneykslis, er það olli og Sverrir Kristjánsson hefur skrifað þarfa áminningu í greininni „Að kunna að þakka fyrir sig“, (Ræður og riss, bls. 175-184) og fjalla þau m.a. um Balthazar Christensen. 7 Herskip sitt „Main“ sprengdu Bandaríkjamenn sjálfir en kenndu Spánverjum til þess að komast í stríð við þá og taka Kúbu. Stcphan G. minnist þessa í „Transvaal", en Páll Bjarnason, sá ágæti Vestur-íslendingur og sósíalisti orti ljóðið „Glæpurinn 1898“ um þennan verknað (sjá Rétt 1970, bls. 8). Væri mörgum þörf á að kynna sér það kvæði, aðdragandann og áhrifin, sem frá er skýrt. 234

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.