Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 34
laust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Is- landsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve lengi mun þess að bíða að þar ríki og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks lepp- ríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“ (íslandsklukkan, „Eldur í Kaupinhafn“, rituð 1945—46.) Vert er að muna að þrællinn er vart barinn nema hann sé óhlýðinn. Nú eru þeir bandarísku „kastalar“ risn- ir á íslenskri grund og geyma ægilegustu drápstæki, er þekkst hafa. Og feitir þjón- ar fitna æ meir, svo sem „Watergate“ á Ártúnshöfða vottar og „Aðalverktakar“ innrásarhersins mæna í meiri gróða fram- undan — og fleiri „kastala“. Og samtímis skulu aðrir feitir þjónar ( — eða hinir sömu) hefja ránsherferð þá gegn almúga landsins að af honum skuli öllu rænt, sem kaupræningjar, þjónandi hinu erlenda valdi, þora, — þó síhræddir um að íslendingar kunni að rísa upp sem forðum. II Hernumin þjóð, bandarísk þý? Hver er staða vor íslendinga í dag? Blöð hinna „feitu þjóna“ hamra á því sí og æ að vér séum bandamenn Banda- ríkjanna — ekki bandingjar. Sjálfur utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Cordell Hull, viðurkenndi þó að 1941 hefðu Bandaríkin hertekið ísland eigin hagsmuna vegna. — Og herfor- ingjaráð Bandaríkjanna ákvað 1944 að krefjast 99 ára herstöðva á íslandi eftir stríð og því skyldi lýðveldi viðurkennt á Lögbergi 1944. Fagurt skal mæla, en flátt hyggja. Vér Islendingar erum í dag fyrirhugaðir sem fórnardýr Bandaríkjavaldsins í því árásarstríði, er það ægivald hefur undir- búið síðan 1946. Áður en það stríð hefst skal blinda þjóðina svo af Rússahatri að hún sjái ekki hvernig hún er leikin. Svo blindaðir voru hinir „feitu þjónar“ strax 1958 að þeir hömuðust gegn útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur, er sós- íalistar í ríkisstjórn knúðu það fram, og kölluðu það „Rússaþjónkun“ eina og „fjandskap við Nato“. — Og enn blindari menn en þá var sitja nú við stýrið og gera allt, sem Bandaríkin biðja þá um. Sósíalístaflokkurínn varaði þjóðina við þessari hættu eftir hernámið 7. maí 1951 m.a. með þessum orðum: „Standið vörð gegn því hernámi hug- ans og hjartans, gegn forheimskunni og þýlyndinu, sem leppblöðin og leppflokk- ar amerísks auðvalds boða, — því það hernám er öllu öðru hættulegra“. Hernám hugans og hjartans er í dag orðið lífshættuleg meinsemd íslenskri þjóðarsál. III Hvernig megnum vér að sigra í þessari þjóðfrelsisbaráttu? Það er engin auðveld leið til sigurs í þessari þjóðfrelsisbaráttu, sem vér nú heyjum, frekar en í þeirri gömlu gegn danska valdinu, er hófst fyrir 150-200 árum og lauk endanlega 1944. Og sú leið verður að því leyti hættulegri að allan tímann mun hættan á útrýmingu þjóðar- 226

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.