Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 4
Er „Watergate-byggingin“ að verða tákn fyrir ægi- vald forríkrar auðmannaklíku, er þjónar erlendu auðvaldi og þiggur offjár fyrir, svo hún veit vart hvað við peningana skuli gera? En af því alþýða manna hefur þó reynt að halda í horfinu um kaupgetuna og öðru hvoru kosið ríkisstjórnir, sem af- stýrðu því atvinnuleysi, sem valdaklíka yfirstéttarinnar ætlaði að koma á, þá skal nú, er svörtustu afturhaldsöflin í Fram- sókn og íhaldi, ráða ríkisstjórn, beitt slík- um böðulsaðferðum við íslenska alþýðu að hún nái sér ekki eftir þær, heldur verði hinni nýju fátækt að bráð, — einmitt 40 árum eftir að samskonar stjórnarsam- steypu „þjóðstjórninni“ mistókst að við- halda örbirgð á íslandi og varð að víkja og gefast upp við gerðardómslögin, er al- þýða manna sýndi henni vald sitt með skæruhernaðinum. Það er eðlilegt að alþýðu manna of- bjóði níðingsverk íslensku miljónamær- inganna. Dollaraskráningin 1950 og síðan hefur fyrst og fremst verið klækjabragð til að lækka kaupgjald verkalýös, hækka verð- gildi dollara, sem íslenskir braskarar eiga erlendis, hlífa illa reknum fyrirtækjum við gjaldþroti o.s.frv., en ekki nema ör- sjaldan þjóðhagsleg nauðsyn. En afleiðing- in hefur verið þjóðhættuleg: gert Island að einu skuldugasta landi heims, af því flest lán erlendis eru tekin í dollurum. Það er þjóðarnauðsyn að allt þetta sé rannsakað niður í kjölinn og þeir ábyrgu látnir sæta ábyrgð. II. Konur hvetja til dáða Svo hart sverfur nú að almenningi, að það gerist sem sjaldgæft er í baráttu stétt- anna, en ber þó einmitt við þá yfirstéttin beitir mestu harðræði, er bitnar fyrst og fremst á konum og börnum. Konur eru óvanar því að bera á borð fyrir almenning fátækt sína og áþján, heldur hafa alltof oft borið harm sinn í hljóði. En nú gerist það, eins og eitt sinn áður á þessari öld að konur kveða upp úr með að berjast skuli þegar aðfarir aftur- haldsins keyra úr hófi fram, svo þær fá ei lengur orða bundist. 1932 Svo var það í nóvember 1932, er mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að nú skyldi nota neyð almennings og atvinnu- leysi til þess að hefja allsherjarkauplækk- un og byrja með því að lækka kaupið í at- vinnubótavinnunni, sem atvinnulausir menn fengu þá margir hverjir eina viku í mánuði: ráðast á garðinn þar sem hann 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.