Réttur


Réttur - 01.10.1983, Síða 1

Réttur - 01.10.1983, Síða 1
léttur 66. árgangur 1983 — 4. hefti Árið 1983 er á enda og árið 1984 verður byrjað, er þetta síðbúna hefti kem- ur út — 1984 ár Orwells. Og sá „stóri bróðir“, er hann spáði um, — „hernað- ar- og stóriðju-klíka“ Bandaríkjanna, svo notuð séu orð Eisenhowers, — vakir yfir hverju skrefi okkar Islendinga og ætlar sér á þessu ári að stjórna landinu algerlega gegnum leppa sína. Allt land vort hefur herstjórn „stóra bróður" Ijósmyndað og kortlagt á 40 ára dvöl — og fullkomin persónuskrá yfir alla full- orðna Islendinga og skoðanir þeirra er hjá bandaríska sendiráðinu á Lauf- ásvegi, sumpart máske byggð á merktum kjörskrám vissra hernámsflokka. Og sagan sýnir hve strangt eftirliti „stóra bróður" hefur verið framfylgt, er jafn- vel íslensk kona af vestur-íslensku bergi brotin, en gift kunnum sósíalista fékk ekki „visum“ þ.e. leyfi til að fara með flugvél til New York og taka á Kenn- edyflugvelli flugvél til Winnipeg innan tveggja tíma! En nóg um hinar full- komnu njósnir Kanans á (slandi. En verra er það, sem nú er að gerast. Á Islandi situr nú að völdum ríkasta og að sumu leyti skammsýnasta yfir- stéttarklíka, sem nokkru sinni hefur ráðið þessu landi. Þessi forríka valdastétt hefur nú ráðist af meiri fruntaskap og ósvífni á lífs- kjör íslenskrar alþýðu, en gert hefur verið nokkru sinni fyrr á þesari öld — og hyggst þar með stórauka illa fenginn auð sinn, sem hún hefur safnað á undanförnum 30 árum, m.a. með því að hundraðfalda gildi dollarsins en setja nú laun verkalýðs og starfsfólks niður í það, sem var fyrir 30 árum, innleitt fá- tæktina á fjölda heimila verkafólks, eftir að það böl var þaðan útlægt gert með sigri verkalýðs í skæruhernaðinum 1942, þegar svipuð ólög og kauprán var brotið á bak aftur af samtaka vígreifum verkalýð. 193

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.