Réttur


Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 13

Réttur - 01.10.1983, Qupperneq 13
á að halda til nýrrar prentsmiðju og marg- falds Morgunblaðs. (Yrði svo ekki að byggja einkahöll handa einvaldinum Davíð svo allt væri í samræmi. Þeir, sem seldu ríkinu Glaumbæjarrústir og Víðis- húsið, kalla ekki allt ömmu sína.) Samband íslenskra samvinnufélaga. Það hefðu einhverntíma þótt tíðindi að sjá SÍS sem lítinn attaníoss í kerru íhalds- ins, þeir hafa þó hingað til reynt að hafa helmingaskipti, er Watergate-gróða skyldi skipta. Og þessi samruni gerist samtímis gerbreytingu á Tímanum í afturhaldsátt. Skyldu fornir samvinnufrömuðir og þeir, sem mótuðu vígorðið „allt er betra en íhaldið“, ekki fara að snúa sér við í gröf sinni? Eru allar ræðurnar um hugsjónirn- ar fögru frá 100 ára afmæli samvinnu- hreyfingarinnar gleymdar?3 Hvaða aftur- haldsmenn Framsóknar ráða því að SÍS skuli gert taglhnýtingur í fyrirhugaðri hættulegustu áróðursvél auðvaldsins á ís- landi? Hér er aðeins ein skýring á: Smitunin frá samfélaginu við þá bandarísku auð- valdsbófa, er hernumið hafa land vort, er nú að grafa svo um sig hjá hernámssinn- um, að þeir skeyta hvorki um skömm né heiður, ísland né alþýðu þess, sjá ekkert nema peninga og aftur peninga, hafa ofurselt sál sína gróðavoninni einni. VI. Valdaklíkan byður erlendum auðkýfíngum Islendinga fala sem þrælaþjóð En hámark ósvífninnar hjá þessari ríkisstjórnarklíku, sem ekkert vit hefur á að stjórna landi og þjóð, er þó þegar hún í auglýsingabæklingi til eriendra auðjöfra býður ísland falt til arðráns og heitir því að halda niðri launum hér, svo erlendir auðmenn geti arðrænt hér kúgaða vinnu- þræla og gleypt auðlindir landsins á ódýr- an hátt (fossaflið). Það er auðséð að þessir þýlyndu þjónar erlendra auðdrottna treysta á að íhald og Framsókn haldi hér meirihluta til frambúðar og valdi til að stjórna með kúgunarlögum. Hér fyrr á öldum, er Danakóngar litu á ísland sem nýlendu sína og eign, bauð einn þeirra Englakóngi landið til kaups. En Englakóngur vildi ekki kaupa: Hann hafði heyrt að íslendingar dræpu unn- vörpum hina erlendu umboðsmenn kóngs — og þorði ekkert að hafa með slíka þjóð að gera! Nú reynir á hvort landsmenn hafa dug og vit til að reka hina „íslensku“ valds- menn af höndum sér, er bjóða íslenskan verkalýð falan erlendum auðdrottnum fyrir smánarkaup. Þegar valdaklíka skammsýnustu at- vinnurekendanna færir launabaráttuna inn á hið pólitíska svið, ætla að ráða launakjörum með löggjöf, þá er ekki um annað að ræða fyrir samtök launafólks en svara vægðarlaust í sömu mynt: Ef A.S.I., B.S.R.B. og önnur slík sam- tök mynda pólitíska samfylkingu með öllum þeim stjórnmálaflokkum, er með launastéttunum vilja standa, þá er hægur vandi að koma Ihaldi og Framsókn í minnihluta á Alþingi og svifta verstu at- vinnurekendaklíkuna og ofstækisfyllstu erindreka hennar því valdi, sem þessir að- ilar hafa hvað eftir annað notað til að arð- ræna alþýðu og svifta hana mannréttind- um, sem hún hefur knúð fram. Þetta geta hin faglegu og pólitísku sam- tök launastéttanna, ef þau bara þora. Hér þarf hugrekki, vit og vilja, — þá er sigur- inn unninn. 205

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.