Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 27
Phan Hoi látinn Mér voru að berast þær fréttir að okkar góði vinur og félagi Phan Hoi væri látinn. Hann mun hafa látist í Hanoi þann 8. des- ember s.l. Hoi veiktist af illkynja sjúk- dómi meðan hann var í Osló og gekkst undir aðgerð þar í des. ’80. Þessi sjúk- dómur mun nú hafa valdið dauða hans fyrir aldur fram. Félagi Hoi var fæddur í Suður-Víet- nam. Hann hóf feril sinn í þjóðfrelsisbar- áttunni ungur að árum, fyrst í stríðinu gegn frönsku nýlenduherrunum og síðar gegn bandarísku heimsvaldastefnunni. I kringum 1. des. 1971 kom hann fyrst til íslands í boði fjögurra félagasamtaka. í þann mund var Bráðabirgðabyltingar- stjórnin í SVN að setja á laggirnar upp- lýsingaskrifstofu í Osló og veitti Phan Hoi henni forstöðu. Heimsókn hans hingað varð kveikjan að stofnun Víetnamnefnd- arinnar á íslandi, samstarfi 15 félagasam- taka, stjórnmálaflokka, kvenna- og náms- mannasamtaka. Phan Hoi var lífæðin í því sambandi sem íslendingar höfðu við þjóðfrelsisbar- áttuna í Víetnam á þeim árum sem úrslit hennar réðust. Hvar sem hann kom á Norðurlöndum laðaði hann fólk að sér með hreinskilni sinni og hlýju. Hann var ekki góður málamaður á norsku né ensku, en framganga þessa hugsjóna- manns, þekking hans á sögu og aðstæðum sinnar þjóðar, baráttuvilji hans og þrek vógu margfalt upp tungumálaörðugleik- ana. Eftir að innrásarherir Bandaríkjanna höfðu verið lagðir að velli og leppstjórn þeirra í Saigon verið steypt var Phan Hoi kallaður til starfa í utanríkisráðuneytinu í Hanoi. Þegar endursameining landsins hafði átt sér stað kom hann á ný til starfa í Osló, í sendiráði Víetnam fyrir Noreg, Danmörku og ísland. í apríl 1981 kom Phan Hoi til íslands á ný, þá í boði Vináttufélags íslands og Víetnam. Á ársafmæli þess félags 3. maí var hann á fundi á Hótel Borg gerður að heiðursfélaga VÍV. í þeirri heimsókn átti hann fundi með framámönnum í opinber- um stöðum, en sérstaklega minnistæð er heimsókn hans til Magnúsar Kjartansson- ar, fyrrum ritstjóra, alþingismanns og ráðherra. Phan Hoi afhenti Magnúsi við það tækifæri þá einu orðu sem hann féllst á að þiggja á sínum ferli, vináttuorðu víetnömsku þjóðarinnar. í þeim miklu erfiðleikum sem eftir- leikur stríðsins hefur verið, sáu Víetnam- ar sig tilneydda til að draga saman seglin í utanríkisþjónustu. Sendiráðinu í Osló ásamt mörgum öðrum var lokað. í lok júní hélt Phan Hoi heimleiðis. Síðasta kvöldið í Osló hringdi hann til mín og bað fyrir innilegar kveðjur til vina og félaga á íslandi. Pað var greinilegt að aðskilnað- urinn var erfiður en landið hans kallaði og heima beið hans kona og tvær upp- komnar dætur sem hann hafði lítið séð af á löngum og ströngum árum baráttunnar. Phan Hoi auðnaðist aðeins rúmt ár lífs eftir heimkomuna. Hann var kominn á eftirlaun en lét þó ekki sitt eftir liggja í hlutastarfi allt fram á síðustu stund. Við höfum misst góðan vin og baráttu- félaga. Phan Hoi er allur, en andi hans lifir. Blessuð sé minning hans. SVEINN RÚNAR HAUKSSON 219

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.