Réttur


Réttur - 01.10.1983, Síða 47

Réttur - 01.10.1983, Síða 47
Ójöfnuðurinn í heiminum í Afríku er einn læknir á hverja 50.000 íbúa. f Evrópu er einn læknir á hverja 800 íbúa. í rómönsku Ameríku eiga 1,3% af jarðeigendum 71,6% af öllu ræktuðu landi. í Asíu verða 4 af hverjum 5 skólabörn- um að hætta í fjögra ára barnaskóla vegna fátæktar. En einnig í Evrópu er ójöfnuðurinn meðal íbúanna gífurlegur. Athugum það ríka land Sviss: Einn hundraðasti fullorðinna í Sviss á þriðjung allra einkaeigna í landinu, 5% eiga helminginn. Fjórðungur íbúanna á engar eignir. Auðvitað eru „aðkomu- verkamennirnir“ ekki reiknaðir með. Og þá er að líta á hin forríku Banda- ríki: Þjóðarframleiðslan nemur um 3000 miljörðum dollara á ári. Það ætti að vera nóg handa öllum. En fátæklingunum fjölgar, auðmennirnir græða æ meir. 12 miljónir manna eru atvinnulausir. 30% af framleiðslumöguleikum iðnaðarins er ekki notaður, vélarnar standa kyrrar. Væru öll þessi hjól sett í gang mætti fram- leiða verðmæti, er næmu 300 miljörðum dollara. og væru þeir rúmir 200 miljarðar dollara, sem nú er eytt í vígbúnað, notað- ir í þarflega hluti, þá væri vissulega hægt að fullnægja félagslegum þörfum, sem nú er ekki sinnt: t.d. láta sjúka fá ókeypis rúm og hjálp á sjúkrahúsum, sem nú er látnir deyja drottni sínum, ef þeir eiga ekki fyrir sjúkrakostnaði. (Islenskar verðandi mæður koma heim til íslands til að fæða börn sín, af því slíkt gerir menn gjaldþrota í Bandaríkjunum!) Vaxandi atvinnuleysi í auðvaldslöndunum Auðmannastéttin og afturhald alt reyn- ir að hagnýta sér þá auðvaldskreppu, sem nú gengur yfir Vesturlönd og ekki sér fyr- ir enda á, til þess að lækka laun verka- fólks og svifta það ýmiskonar mannrétt- indum, er það hafði áunnið sér. — Vér þekkjum dæmin þegar hér heima. — Þar að auki vofir svo tölvubyltingin yfir, sem m.a. mun valda því í Vestur-Þýskalandi að af 4 miljónum vélritunarstúlkna verði tveim miljónum sagt upp á næstu tveim árum. — Það er því vissulega tími til kominn í þessum löndum að launastétt- irnar rísi upp og taki völdin í sínar hendur, ef ekki á illa að fara. Tökum hið auðuga Vestur-Þýskaland sem dæmi um hvernig verkalýðurinn er leikinn: atvinnuleysið aukið í sífellu: í byrjun árs 1984 voru 2,26 miljónir verka- fólks atvinnulaust, 425 þúsundum meira en 1983. — Á sama tíma óx gróði at- vinnurekenda um 15%. — Fyrir æskulýð- inn er útlitið svartast. Hlutfallstala atvinnuleysingja miðað við vinnufært fólk fer sívaxandi, þrátt fyr- ir framleiðsluaukningu í atvinnulífinu.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.