Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 37
Skúli Thoroddsen Bjöm Jónsson Hver verða viðbrögð bandarískra vald- hafa og hvernig verðum vér að mæta þeim? Situr herinn kyrr, hvað sem þjóðin segir, eins og 1945? Setur Bandaríkja- stjórn bann á innflutning íslensks fiskjar eins og Bretar, „bandamenn“ vorir gerðu 1953, er fiskveiðilögsagan var færð út í 4 mílur? Og fleiri aðferðir eru til fyrir vold- ugustu þjóð veraldar, ef hún hlýðir ill- mennum þeim og glæfralýð, er ræður þar ríkjum nú, til að reyna að kúga eina fá- mennustu þjóð heims. Kryfjum þetta mál til mergjar. Frelsisbarátta vor er ekki háð gegn þeirri miklu bandarísku þjóð, sem gefið hefur heiminum einhverja bestu stjórn- málamenn sögunnar, slíka menn sem Abraham Lincoln og Franklin D. Roose- velt. Hún er háð gegn þeirri glæfraklíku, — „the military-industrial complex“, — þeirri samsærissamsteypu voldugustu vopnaframleiðenda og hershöfðingja í þjónustu þeirra, — sem sjálfur Eisenhow- er forseti varaði þjóð sína við í kveðju- ræðu sinni. Pessi glæpaklíka er að nota bandarísku þjóðina til að teygja út valda- klær sínar um víða veröld og stefnir sam- viskulaus að því að leiða þjóð sína út í hræðilegustu styrjöld, sem samkvæmt viðurkenningu vara-hermálaráðherra hennar gæti tortímt allt að 95% þjóðar- innar — og þá svipað hjá öðrum stríðs- þjóðum. Og til þess að ná þessu þokka- lega takmarki leggur valdaklíkan slík her- útgjöld á þjóðina, að fátækt almúgans vex í sífellu hjá þessari ríkustu þjóð heims. En glæfraklíkan hefur vopn til að þrí- drepa hvert mannsbarn á jörðinni. 229

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.