Réttur


Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1983, Blaðsíða 5
var lægstur, níðast á þeim, er allra verst voru settir. Þá skrifaði verkakonan Guð- laug Stefánsdóttir þetta bréf í Alþýðu- blaðið 5. nóvember 1932... „Konur, bræður, systur! Aldrei hefur ástandið á heimilum okk- ar verið eins slæmt og nú, aldrei höfum við haft eins litlu úr að spila, aldrei hefur verið eins svart framundan. Stjórnvöld hafa ákveðið að lækka sult- arlaun verkamanna um 36 aura á klukku- stund og nú eiga feður okkar, synir og bræður, sem fá eina viku í mánuði í at- vinnubótavinnunni, að fá einar 36 krónur á mánuði. Við höfum því engu að tapa, alþýðu- fólkið. Við getum alveg eins dáið drottni okkar eða svelt á sveitarstyrknum, eins og að píra í okkur vatnsblandið fyrir þess- ari 36 krónur. Við skulum í einhuga sameinaðri fylk- ingu hrópa dauða og dóm yfír það stjórn- arfar, er hungurdrepur fólk.“ Verkalýður Reykjavíkur brást svo vel við þessari eggjan í neyð að hann gersigraði yfirstéttina í slagnum 9. nóvember, svo hún gafst upp. 1984 Nú ber aftur svo við að það eru konur, sem eggja til baráttu gegn illvirki ríkis- stjórnarinnar. Það er í þetta sinn kona, sem er kenn- ari og einstæð móðir, sem skrifar Þjóð- viljanum bréf 2. janúar 1984, — örvænt- ingaróp, sem birt er þar í heilu lagi. Skulu aðeins tvær stuttar tilvitnanir birtar úr því átakanlega neyðarópi hér.: „Eg er kennari, bý ein með tveim börnum... eru bæði á skólaaldri. Ég veit að ég hef það betra en margur annar, en samt ná endar engan veginn saman. og nú er þolinmæði mín á þrotum. Ég verð reiðari og reiðari yfír óréttlæti og skiln- ingsleysi forráðamanna þjóðarinnar og ég er að missa trúna á réttlæti og jafnrétti. Ég veit ekki lengur hvað á til bragðs að taka. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk lifí af launum, sem eru það lág, að það er alveg sama hvað er sparað mikið, endar geta ekki náð saman. Ég veit að það er hægt að spara með ýmsu öðru móti en að lækka laun al- mennings. Ég hef líka augu og sé að það eru ýmsir hópar í þjóðfélaginu sem hafa miklu meira en nóg fyrir sig. Það hljóta allir að sjá sem ekki hafa bundið fyrir augun. Einstæðir foreldrar og börn þeirra hafa fullan tilverurétt, og ef ekki verður 197

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.