Réttur


Réttur - 01.10.1983, Page 14

Réttur - 01.10.1983, Page 14
VII. Watergate-mafían verður að falla, ef ísland á að lifa Allt er þó það, sem hér á undan er upp- talið: Kauprán, atvinnuleysi, svæfing og minnkun íslenskrar þjóðar aðeins forspil þeirrar algeru niðurlægingar og ógnar, sem stefnt er að: Að gera Islendinga að svo lítilmótlegri, auömýktri þrælaþjóð að hún eigi aðeins uni féflettingu, atvinnuleysi og neyð, heldur sætti sig og við það að land hennar verði í æ ríkara mæli gert að slíkri herstöð, sem forðað var frá 1945, og dauðadómur þarmeð kveðinn upp yfír þjóðinni allri, ef ameríska hervaldið loks leggur í þá atómárás, sem það hefur dreymt um í ofmetnaði sínum síðan 1945. Nú þegar hefur Bandaríkjaher hafist handa um að gera Helguvík að stórolíu- höfn fyrir sig og helvík fyrir íslendinga. Samtímis er Alþingi íslendinga látið kasta út hundruðum miljóna króna til að stækka Keflavíkurflugvöll — fyrir Banda- ríkjaher. — Það er sem hinir aumu vald- hafar lands vors hafí gleymt því að við Is- lendingar eigum Keflavíkurflugvöll allan (sbr. Keflavíkursamning) og höfum rétt til að heimta hann allan með 18 mánaða fyrirvara. Ef vér þörfnumst meira rýmis, þá getur herinn vikið. Það er ekki okkar að sjá um nægilegt rúm fyrir morðtól hans, meðan hann enn dvelur hér. En slíkar undirlægj- ur eru Watergateflokkarnir orðnir að þeim finnst sjálfsagt að íslendingar hendi út hundruðum miljóna króna, bara til að spara hernámsliðinu fé! — og þessir menn eru samtímis að þrengja kost ís- lenskrar alþýðu, ræna hana ægilegar, en nokkru sinni hefur verið fyrr gert á þess- ari öld. — Það er dýrt að eiga ameríska þræla að drottnum íslendinga. Og sú undirlægjustjórn, sem enn situr að völdum, virðist ætla að láta koma upp herstöðvum út um allt land: radarstöðv- um á norðvestur og norðausturhorninu, svo engir íslendingar sleppi, ef herrar þeirra hefja útsýmingarstríð sitt. Það er mál að þjóð vor vakni. Það er ekki aðeins öll lífsafkoma hennar, allt andlegt sjálfstæði þjóðar vorrar, sem er í hættu fyrir ágengni bandarísku herranna og þjóna þeirra hér. Það er um sjálft líf þjóðarinnnar að tefla. SKÝRINGAR: 1 Sjá m.a. Rétt 1965, bls. 230, tilvitnanir úr endur- minningum Vilhjálms Finsen. 2 Sjá Rétt 1981, bls. 206. 3 Sjá Rétt 1982, bls. 33 og áfram. 206

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.