Réttur


Réttur - 01.08.1985, Page 1

Réttur - 01.08.1985, Page 1
68. argangur 1985 — 3. hefti Stétta- og frelsisbarátta hinna vinnandi stétta á íslandi er nú að verða fyrst og fremst þjóðfrelsisbarátta gegn bandaríska valdinu yfir íslandi og ríkustu stéttum íslands. Kaupgjaldsbarátta launafólks hefur allt frá 1950 fyrst og fremst veriö barátt- an við ofurvald Bandaríkjaauövaldsins, sem þá fyrirskipaöi aö lækka ísl. krónuna þannig aö dollarinn varð 16,32 kr. (áöur 6,50). Og síðan hefur þetta vald fyrst 100-faldað dollarinn, fram aö 1981, er núllin tvö voru skorin af og dollarinn settur 7 kr. Og síðan hefur bandaríkjavaldið látið 6-falda dollarinn. — Hve margfaldur stuldur þetta er, er rakið í sérstakri grein í þessu hefti, — en það er lífsnauðsyn að allar launastéttir geri sér þetta Ijóst, — og að aðeins er hægt að berjast gegn þessu ráni með pólitískum vopnum: fella þá flokka frá völdum, er reka erindi bandaríkjaauðvaldsins. En það er ekki nóg með að bandaríkjavaldið stjórni aðförinni að al- þýðu, sé að hrinda henni aftur niður í fátæktina, sem hún hóf sig upp úr 1942 og barðist síðan í meir en 30 ár fyrir því að láta ekki hrinda sér niður í fátækt- arbölið aftur, Bandaríkjavaldið er líka orðið stærsti atvinnurekandi á íslandi. Yfir 1000 íslenskir verkamenn eru beinlínis á launaskrá þessa erlenda innrásar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.