Réttur - 01.08.1985, Qupperneq 4
Það var þá enn mönnum að mæta á ís-
landi. Ólafur Thors og Pétur Magnússon
voru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ný-
sköpunarstjórninni, Hermann Jónasson
formaður Framsóknarflokksins og Sósíal-
istaflokkurinn gerði það að skilyrði fyrir
áframhaldi nýsköpunarstjórnarinnar að
þessari ósvífnu árás á ísland væri skilyrð-
islaust neitað. — Það kom fram, sem
breska blaðið „Times“ hafði spáð (líklega
í maí-júní 1941) er Bandaríkin knúðu
Breta til að afhenda ísland úr sínu áhrifa-
svæði inn á það bandaríska, að íslending-
ar kynnu að verða Bandaríkjunum erfiðir
í viðureigninni, þeir hefðu svo háa hug-
mynd um frelsi sitt og sjálfstæði.
íslendingar stóðust fyrsta og alvarleg-
asta prófið. Bandaríkin fengu neitandi
svar. — íslendingar ætluðu ekki að láta
leiða sig sem sauði til slátrunar fyrir
bandaríska herdrottna og auðjöfra, fulla
ofmetnaðar sakir auðlegðar og einokunar
á mestu drápstækjum veraldar. Banda-
ríkjastjórn viðurkenndi sjálf að hún hefði
hertekið ísland í eigin þágu 1941' og vís-
indamenn2 rituðu um það um þessar
mundir að íbúar landa sem íslands og
fleiri yrðu fórnarlömb Bandaríkjanna í
því stríði, er þau undirbjuggu þá.
40 árum síðar
Það fór líkt og forðum á þjóðveldistím-
anum. íslendingar höfðu stoltir vísað á
bug að afhenda Noregskonungi Grímsey,
en er voldug höfðingjastétt var upp kom-
in í landinu var rúmum tveim öldum síðar
landið svikið undir Noregskonung af
höfðingjum þeim.
Bandaríkjadrottnar breyttu um bar-
dagaaðferð. Þeir sáu að nota varð lævísa
og lúalega tækni til þess að blekkja þessa
þjóð og gera „höfðingja" hennar sér
handgengna. Þeir ætluðu sér fyrst að
koma strax eftir 1947 upp ríkri auðmanna-
stétt á íslandi með því að láta t.d. Sem-
entsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðj-
una verða einkaeign. En m.a. segja þá-
verandi formaður Sjálfstæðisflokksins,
Ólafur Thors, neitaði slíku boði. Þessi
stóriðja skyldi vera þjóðareign.
Nú fyrst á 2 síðustu árum finnur
Bandaríkjavaldið sig nokkurnveginn ör-
uggt um að hafa náð varanlegum tökum
á þessu landi, sem Bandaríkin hafa haldið
hernumdu í 44 ár.
Ameríska hervaldið telur sig hafa kom-
ið sér upp auðkýfingastétt, er verði því
handgengin í hvívetna og drottni yfir fjöl-
miðlum, er forheimski og blindi fjölda ís-
lendinga. Og það vonar að geta gert ís-
lendinga að þýlyndri þrælaþjóð jafnt er-
lends auðvalds sem hervalds.
Og bandaríska bankavaldið telur sér
óhætt að láta andlega þræla sína níðast á
stórum hluta þjóðarinnar, stela af launa-
stéttunum kaupi og réttindum, koma fá-
tæktinni aftur á á Islandi, sem vígreif
sósíalistísk alþýða Islands hafði afnumið
um rúmlega þriggja áratuga skeið.
Og „varnarblekking“ morðveldisins á
að verða slíkur vímu-gjafi að íslendingar
átti sig ekki á því lengur til hvers er verið
að nota land vort og hver örlög oss sjálf-
um eru búin, — og rísi því síður upp gegn
því arðráni, er hernámsvaldið lætur beita,
er það hyggur sig loks hafa land vort í hel-
greipum sér sem arðrænda nýlendu og ár-
ásar-virki.
„Frjálsa verslunin“ o.fl. eru notuð til
að gera íslendinga að skuldaþrælum: ís-
land að nýlendu á ný.
Það er vissulega tími til kominn að ís-
lensk alþýða og allir aðrir, er tryggja vilja
þjóðfrelsi og líf þjóðar vorrar, varpi af sér
132