Réttur - 01.08.1985, Page 12
víkjandi kjarnorkuvopnum á íslandi eða
í landhelgi vorri. Þeir glópaldar, sem hafa
með utanríkismál vor að gera, gefa jafn-
vel yfirlýsingar um að hér skuli aldrei
vera kjarnorkuvopn! Og samtímis eru
staðsettar á Keflavíkurflugvelli Avvacs-
flugvélar til að stjórna eldflaugum úr
kjarnorkukafbátum hér í grennd. Og ný-
lega var upplýst að 48 kjarnorku-djúp-
sprengjur yrðu fluttar hingað, ef ófriðlega
horfði. — Og Geir yrði ekkert spurður, ef
Kaninn er iátinn vera hér kyrr. — Og
áætlun Kanans er að skjóta frá flugvél-
um, einkenndum P3 B-Orion slíkum
sprengjum, jafnvel vetnissprengjum, frá
herstöðvum í Kanada, Spáni, Filippseyj-
um, Bermudaeyjum, Azoreyjum og Diego
Garcia — eins og frá Islandi.
Það eru engin takmörk fyrir því hvað
bandarískir bandíttar bjóða íslenskri
þjóð, — ef þeir eru ekki reknir burt í
tíma. En leppa sína hér láta þeir þvaðra
alveg hispurslaust til þess að blekkja og
svæfa þjóð vora meðan þeir brugga henni
banaráðin.
ísland varð strax 1945 óhugnanlega
vart við yfirganginn og ósvífnina, er her-
valdið bandaríska heimtaði þrjár her-
stöðvar á íslandi ofurseldar sér til 99 ára,
til þess að reisa hér gríðarlegar herstöðv-
ar og mátti enginn íslendingur inn á þau
landsvæði koma. Þau voru amerískt
land: Það voru: Keflavíkurflugvöllur,
Skerjafjörður (sjóflugvélar) og Hval-
fjörður (herskip og kafbátar). ísland
skyldi vera sem gríðarleg „skammbyssa"
gagnvart Evrópu, svo sem einkonar Pearl
Harbour Atlantshafsins.
En ísland er ekki eina eyjan, sem ætluð
eru svona hlutverk:
Bandaríkin útbúa sér nokkrar eyjar til
drottnunar í þriðja heiminum, sem þau
fá megnið af hráefni sínu frá.
Diego-Garcia eyjan á Indlandshafi er
eitt slíkt árásarríki Bandaríkjahers — og
leikur grunur á að þar hafi herinn þann 1.
des. 1983 gert tilraun með kjarnorku-
sprengju neðanjarðar. Atómsprengjurn-
ar þar eiga að ógna þeim þúsundum mill-
jóna manna, er í Asíu sunnanverðri búa,
ef óþekkar yrðu Bandaríkjunum.
Á Falklandseyjum er í samráði við
Englendinga ætlunin að útbúa svipað
drápskerfi, til að ógna Suður-Ameríku,
sem bandaríska auðvaldinu finnst vera að
verða full óþæg: lýðræðisstjórnir hafa
komist á í þrem löndum, sem einræðis-
stjórnir, þægar ameríska auðvaldinu,
áður drottnuðu í.
Og Grenada, sem Bandaríkjaher réðst
á í fyrra, mun eiga að verða svipuð varð-
stöð gegn Mið-Ameríku, ef óþægðin þar
færist í vöxt. Auðdrottnum Bandaríkj-
anna getur þótt þægilegra að myrða
nokkur hundruð þúsund manna með
kjarnorkusprengjum, sem forðum í Hiro-
shima og Nagasaki, í stað þess að þurfa að
senda bandarískan her inn í löndin, —
það yrði líka óvinsælla í Bandaríkjunum.
En af hverju er bandaríska auðvaldið
svona hrætt við „þróunarlöndin“?
Skuldir þróunarlandanna voru um 1979
orðnar um 500 milljarðar dollara. Þær
aukast svo hratt að nú 1985 er talið að
þær verði orðnar um 1000 milljarðar doll-
ara. Og þær vaxa áfram.
Neyðin í þessum löndum, sem blóðsog-
in eru af auðvaldsherrum jarðar, vex í sí-
fellu. Framleiðsla fæðuvara í Afríku hef-
ur á síðustu 20 árum minnkað um 20%
miðað við hvern íbúa.
Forsætisráðherra Grikkja, Papandreou,
lýsti ástandi veraldar svo í lok síðasta árs:
„Staðreyndirnar sýna að um 1500 mill-
jónir manna í heiminum svelta. Helming-
140